Wednesday, October 28, 2009

Vettlingar

Nú hef ég ekkert verið að setja hér inn í svolítinn tíma vegna þess að nú er jólatíminn og jólagjafaundirbúningur í fullum gangi hérna hjá mér.
Ég set nú samt inn vettlinga sem að ég gerði um daginn. Þeir eiga að vera eins og Nemo fiskurinn og hafa slegið í gegn í vinnunni og í Handavinnuhúsinu hér í Borgarnesi. ;o) Þeir eru svo skemmtilegir og auðveldir að prjóna. Bara rendur og svo saumaði ég auga, munn og heklaði svo ugga. Gæti ekki krúttlegra verið.



En í firra gerði ég þessa snjókarla vettlinga og þeir eru búnir að ganga eins og eldur um sinu hjá konunum í Féló. Þeir eru líka svo einfaldir, en á sama tíma svo flottir fyrir litlar hendur. Ein konan gerði meira að segja húfu í stíl og sló alveg í gegn hjá einhverjum litlum gutta.



Takk fyrir
Soffía frænka

Thursday, October 15, 2009

Púðinn búinn



Hérna kemur púðinn sem að ég var að gera um daginn. Ég er ekkert voða ánægð með hann en ég hlít að venjast honum. Hann er frekar lítill, sem var viljandi gert, svo að það var eitthvað erfitt að fá fyllingu í hann sem passaði. Loksins þegar ég svo keypti lítinn púða í RL búðinni sem að ég hélt að passaði þá var hann frekar stór og eitthvað ólögulegur finnst mér. En semsagt hann er búinn og kominn á rúmið og gaf mér líka hugmynd af öðrum púða sem að ég get gert. Hann á að vera ílangur eins og karmella í laginu og auðvitað með blómum og blúndum eins og litli púðinn.

Ég er svo fljótfær stundum að ég fer fram úr sjálfri mér. ;O) Ég gerði húfu á Ameliu í vikunni, hún var hvít, prjónuð með klukkuprjóni úr Alfa garni og stórt blóm á hliðinni. Voða fín húfa sem dúllan er ægilega ánægð með. Ég gleymdi auðvitað að taka mynd af henni svo að það kemur seinna.

Svo gerði ég líka svo sæta Nemo vettlinga sem komu bara vel út, en fór með þá í vinnuna og skildi þá eftir þar og tók ekki mynd. En það er líka allt í lagi ég geri það bara seinna og þá fáið þið að sjá hvað þeir eru fínir.

Bestu kveðjur á afmælinu mínu.
Soffía frænka

Tuesday, October 13, 2009

Ný húfa á Diamond

Hérna kemur húfan á prinsinn hennar ömmu. Hann vildi röndótta húfu með ljósbláum og dökkbláum röndum. Hann er svo ákveðinn þegar að það kemur að einhverju sem amma á að prjóna. ;o)

Í sumar teiknaði hann mynd af peysu og rétti mér, svo sagði hann “amma nú getur þú prjónað svona munstur í peysu næst„
Ég geymdi þetta að sjálfsögðu á voða góðum stað, en auðvitað núna þegar mér datt þetta í hug þá finn ég ekki þennan góða stað. :o)

Ég gerði líka dreka húfu á hann í firra, þá vildi hann svona dreka peysu líka með vængjum. lol Ég fékk auðvitað miklar og góðar lýsingar á þessari peysu, sem að ég ætlaði alltaf að gera á hann, en varð aldrei neitt úr hjá mér. hann er engum öðrum líkur þessi litli gutti minn.



Saturday, October 10, 2009

Húfa á íslenska prinsessu



Þessi skotthúfu uppskrift er nýjustu Húsfreyjunni. Ég gerði hana á Belluna hennar ömmu sín, í hennar litum að sjálfsögðu. ;o) Hún er prjónuð úr Dalagarninu Free stile og það kemur voða vel út og stingur ekki. Ég á eftir að þvo hana og pressa svolítið og þá verður hún voða flott. Þetta tók bara eina kvöldstund svo að nú er ég að fara í búðina og kaupa fallega liti á lítinn prins sem verður að fá skotthúfu líka frá ömmu í sveitinni.

Kv Soffía frænka

Wednesday, October 7, 2009

Og meiri handavinna

Nú ætla ég að setja inn eitthvað af því sem ég er búin að vera að gera undanfarið.

Peysuna var ég að klára og er farin að nota hana en það tók smá tíma að velja tölur á hana. Ég vildi fá rauðar hreyndýratölur en þær voru ekki til svo ég fór í Ullarselið og hitti þar Ástrúnu sem gerir þessar fínu tölur úr kindahornum og litar í nokkrum litum. Ég valdi að sjálfsögðu rauðar og er bara ánægð með þær kanski líka vegna þess að þær eru frekar grófar og ekki allar jafn þykkar.

Flösku jólasveinninn og peysan eru fyrir vinnuna og sló alveg í gegn svo að næsta miðvikudag ætla allar að mæta með rauðan og hvítan lopa til þess að við getum allar gert svona saman. Ég er búin að gera uppskrift af þessu fyrir þær (ég á ekki hugmyndina en skrifa niður lykkjufjölda og mynstur til að auðvelda þeim verkið) ;o)

Blómin eru bara della hjá mér þessa dagana og ég veit í rauninni ekkert hvað ég á að gera við þau en ég finn eitthvað út úr því. Ég er með nokkarar góðar hugmyndir í kollinum og í bígerð.

Svo eru það nú jólasokkarnir, þennan ljósa gerði ég eftir uppskrift sem að ég keypti í Bandaríkjunum í vor, en af því að konunum líkar betur við það sem er prjónað þá bjó ég til uppskrift af prjónuðum sokk og blómið sem er ekki fast ennþá er gert eftir bókinni minni góðu sem að ég er búin að vera að tala um í öðrum bloggum og minnist ekki á frekar. ;o)

Já svo er það nú buddan mín sem geymir öll blómin, hún er gerð úr bútum og uppskriftin er í hausnum á mér. Svona er nú svo margt af því sem að maður gerir, bara út í loftið en er með eitthvað í huga sem að kannski maður hefur séð einhverstaðar.


Nóg með þetta raus, nú skuluð þið bara njóta þess að skoða myndirnar.
Kveðja Soffía frænka









Friday, October 2, 2009

Bókin mín - blómin mín ;o)

Nú eru komin nokkur blóm og helmingur af púðanum sem ég er að gera.



Þetta er ég að hugsa um að setja á púðann þegar ég er búin með hann. Hvernig líst ykkur á? Það sem er undir blómunum er púðaborðið, liturinn er svo fallega grænn að það verður allt fallegt sem sett er á hann.



Næst þegar þið sjáið púðann minn, þá verður hann vonandi búinn.
Þangað til, hafið það gott.
Kv Soffía frænka

Thursday, October 1, 2009

Ég fékk nýja bók í gær :o)

Ég var svo heppin að fá nýja bók í póstinum í gær áður en ég fór í vinnuna. Þessi bók heitir “100 Flowers to knit and Crochet„ og er hreint út sagt frábær.

Í morgun hef ég svo bara heklað blóm og laufblöð eins og vitlaus manneskja. Ég er búin að gera rós, rósarknúpp og rósarlaufblöð, og jú svo varð ég að prófa einn “akron„ (ég man ekki í augnablikinu hvað það heitir á íslensku). Svo er það nú bara hvað ég á að gera við öll þessi blóm. Ég sá voða fallegan heklaðan púða á netinu um daginn og hann kæmi vel til greina vegna þess að ég get sett blómin á hann. Ég set mynd af honum þegar hann er búinn.

Í gær í vinnunni kom kona með svo sniðugan prjónaðan jólasvein til að smeygja yfir flösku. Hann er gerður úr tvöföldum lopa og ég verð auðvitað að gera svona jólasvein. Ég er búin að prjóna hann en á eftir að sauma hann saman og gera skegg og augu, tek mynd þegar ég er búin með hann.

Um daginn keypti ég bókina “Hlýjar hendur„ hún er ágæt, en ekki gott að fara eftir uppskriftunum en af því að ég er ekki byrjandi þá gat ég nú reddað mér með góðu stækkunargleri og þetta er afraksturinn.



Hafið það svo sem allra best.
Kv Soffía frænka
Related Posts with Thumbnails