Um daginn gerði ég heklaða vettlinga á Ameliu eins og ég gerði á Löngumýri. Þeir voru svo fallegir á litinn, fjólublár tvöfaldur lopi, voða sætur. Á meðan ég var að hekla þá fór hugurinn á flakk og ég sá fyrir mér blúndur koma upp eins og það væru aðrir vettlingar innundir. Svo sá ég líka fyrir mér blóm og laufblöð og fallegar perlur. Nú eins og þið sjáið þá varð þetta allt til í höndunum á mér og ég er ægilega ánægð með útkomuna. Fallegir vettlingar og Soffía frænka ánægð, það gerist ekki betra. :O)
Ég fór með þá í vinnuna og konurnar mínar voru alveg heillaðar. Ég lét eina konuna vera handmótel og hún var alveg frábær í því. Hver segir að þú verðir að vera 20 ára til að vera mótel ;o) þessi er á níræðis aldri.