Þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Skólastjórinn hringdi í mig í morgun og sagði mér að A hefði misst andann í sundi í dag. Eftir að tala við hann komumst við að því að hún hefði sennilega fengið kvíðakast og þar af leiðandi ekki getað andað. Hún vildi ekki að ég kæmi að sækja hana, svo að ég gerði mig bara tilbúna til að fara í vinnu (fyrst að það er nú miðvikudagur og eini dagurinn sem ég vinn). C var komin að þrífa og ég að gera mig til þegar síminn hringdi aftur og þá var það kennarinn hennar og þetta hafði komið fyrir aftur. Ég sagði náttúrulega að ég kæmi núna að ná í hana og sendi svo GG. Hann sannfærði mig um að allt væri í lagi, hann yrði heima og ég fór svo bara í vinnu. Þegar ég var komin í vinnuna þá hringdi hann og sagði mér að hann færi með hana til R-víkur til læknis og ég þyrfti ekki að koma með. Ég sagði G frá þessu og hún rak mig heim, sagði að ég ætti að fara með henni. Vinna er bara vinna en líf er líf (yfirmanneskjan mín). Hún er með bólgur í kviðarholinu og fékk sennilega kvíðakast út frá verkjunum. Greyið mitt hvað hún hefur verið hrædd. En nú er hún komin í rúmið og er að fara að sofa og allt í lagi nema þessar bólgur sem að við vitum ekki hvar eru. Blóðprufurnar koma svo eftir einn til tvo daga. Ég læt ykkur vita hvernig gengur með þetta seinna.
Bæ for now