Hérna kemur dúkur sem að ég var að gera. Ég fann þessa uppskrift á netinu og varð að prófa hana úr því að ég er svo hrifin af Fjólum. Ég var búin að hugsa mikið um hvaða liti ég ætti að nota og var alveg tilbúin að skreppa til Reykjavíkur til að leita af heklugarni í réttum litum. En hvað haldið þið, Gulla í vinnunni kom með poka af bómullargarni og spurði hvort að einhver gæti notað þetta garn, fjólublátt, gult og grænt. ;o) Frábært. Ég er að hugsa um að hafa þennan dúk í fellihýsinu okkar, hann væri flottur þar með fjólulöbernum sem að ég saumaði úr bútasaum í sumar og hef notað á borðinu í fellihýsinu.