Thursday, April 15, 2010

Þæfingar námskeið


í þessari viku hef ég verið á námskeiði í þæfingu hjá Snjólaugu í Brúarlandi og lært mikið. Við gerðum allar tösku og vorum allar hver annari ánægðari með töskurnar okkar.
Ég valdi dökk gráan lit á mína tösku og var svona pínu stressuð að hún væri kanski svolítið plein, en svo þegar ég fór að setja munstur á hana og tölu , sem er steinn rosa flott, þá kom hún svona líka flott út eins og þið sjáið.
Ég var búin að setja græna litinn á hana og fannst hún ekki vera að gera sig þegar ég var að pakka niður til að fara heim, þá setti einhver laxableikt (eða appelsínugult) á hana og þegar ég kom heim setti ég það á og þar með var ég ánægð.

Bestu kveðjur
Related Posts with Thumbnails