Sjáið þið hvað þessi er flottur. Ég er í poka hekli núna og er að nota afganga sem að ég á. Þetta er Katia garn frá Quiltbúðinni á Akureyri. Ég gerði mér peysu úr þessu garni um páskana og átti svolítinn afgang. Þessa poka er alveg frábært að hafa við prjónastólinn sinn og setja afklippurnar í þegar verið er að ganga frá endum. Nú svo er auðvitað hægt að nota þetta undir sápur inn á baði eða hvað sem er. Bara flott.