Nú ætla ég að setja inn nokkrar myndir af handavinnu sem að ég er búin að vera að gera undanfarið.
Ég var að nota afganga af léttlopa sem að ég á svo mikið af og gerði nokkur sokkapör á litlar fætur.
Svo eru það leikskólakrakkarnir, þeir þurfa alltaf svo mikið af sokkum og vettlingum.
Þetta er vesti sem að ég var að enda við að gera og ætla að selja. Það er úr tvöföldum lopa og græni liturinn er þessi cintarmani litur sem kom óvart í verslanirnar í firra.
Þetta er kjóll sem að ég gerði á Karlottu úr einföldum lopa og kitty garni hún valdi litina og munstrið og er hæstánægð með mömmu sína.