Þegar ég kom heim þá kláraði ég hring sem ég var að gera í gær. Ég er búin að vera að safna í hann í hvert sinn sem ég fór í Húsasmiðjuna eða eitthvern staðar þar sem seldar voru kúlur og skraut sem ég gat notað í hann. nú er hann búinn og ég er ægilega ánægð með þetta og hann er mikið fallegri heldur en hann er á myndinni því að hann glansar svo flott og svo eru litirnir ekki nógu góðir á myndinni.
Ég er líka búin með englalöberinn minn sem ég var að gera í bútó. Hann er rosa flottur finnst mér. Það er svo fínlegt og skemmtilegt að setja svona blúndu í kringum hann. Ég er búin með annan löber en hann er ekki til sýnis fyrr en eftir jól. ;þ
Nú er ég búin að kaupa mér bókina góðu sokkar og fleira og finnst hún alveg frábær. Ég er búin að prjóna sokka í fleiri ár og gerði alltaf sama bandhælinn eða Halldóruhæl eins og hann er yfirleitt kallaður. Nú er ég aftur á móti allveg á fullu að læra nýja hæla og er búin að gera stundaglasa hæl og franskan hæl og er bara hrifin af þessu.
Nú verð ég að fara og gera eitthvað fyrir jólin eins og t.d. að baka smákökur.
Bestu kveðjur úr Borgarnesi
Edda