Á þessum sjölum jók ég út á fjórum stöðum, í annarri lykkju, svo sinn hvoru megin við miðlykkjurnar tvær og svo í næst síðustu lykkju. Þetta kom mjög vel út og ég er ánægð.
Núna er ég að vinna við skemmtilegt verkefni sem að ég sýni ykkur seinna. Þetta er alveg ferlega flottur toppur á mig í fallegum grænum lit með skemmtilegu gatamynstri. Hann er svo flottur að ég hugsa bara um sól og sumar á meðan ég prjóna. ;o) Það er ekki leiðinlegt.
Kv Soffía frænka