Ég er búin að vera að skrifa í dag og er á lokasprettinum á ritgerðinni. Ég á semsé að skila henni á föstudag og er nokkuð viss um að þetta verður ekkert mál. Á morgun fer ég til prentarans og læt hann prenta út forsíðunni og svo geri ég restina nema að ég þarf að láta binda hana inn.
Helgin var nokkuð góð hjá okkur, við fórum á pæjumót (ég var auðvitað boðuð) yeah right. Nei í alvöru þá voru stelpurnar að spila fótbolta og við tókum krakkana hennar B með. Það var voða gaman og amma var alveg á fullu allan daginn og datt svo út af á kvöldin með þeim litlu því að hún var alveg búin. Afi var að hugsa um hinar stelpurnar svo að hann gat lítið hjálpað ömmu. En þau muna þetta örugglega lengi því að þau fengu að sofa í tjaldi. :)
Jæja en nú erum við orðin ein í kotinu og þá er nú gaman. GG er búinn að vera að dunda sér í allan dag úti að mála og ditta að einu og öðru á meðan ég er inni að skrifa ritgerð (sem ég átti auðvitað að vera búin að fyrir löngu). Við fórum svo í bakaríið seinnipartinn og fengum okkur að borða og kíktum til mömmu hans á eftir og stoppuðum lengi hjá henni. Hún var voða ánægð því að dagarnir eru svo lengi að líða og henni leiðist svo þegar við komum ekki til hennar í nokkra daga. Lífið hjá henni gengur bara út á að sjá GG og okkur hin. Svona er að vera orðin 92 ára gömul.
Nú er nóg komið í dag