Wednesday, December 30, 2009

Jólaprjón

Ég var búin að kaupa mér Kauni garn í október eða nóvember sem ég ætlaði að prjóna úr yfir jólin. Ég hafði séð þetta mynstur í hyrnu og varð að gera hana á mig. Uppskriftina fékk ég svo seinna og geymdi þetta í kistunni minni svo að ég færi nú ekki að stelast til að byrja. Jæja en svo komu nú jólin og allar gjafir búnar sem ég ætlaði að gera, svo að ég byrjaði og byrjaði og byrjaði. ;o) Ég gat semsagt ekki fengið þetta til að ganga upp hjá mér, bara hreinlega skildi ekki uppskriftina og rak upp ábyggilega 6-7 sinnum. En vitir menn allt í einu þegar ég var ein og engin truflun kom þetta á annan í jólum og ég hætti ekki fyrr en ég var búin í gær, þvoði hyrnuna mína fínu og lagði (ekki á gólfið nei...) á ofninn því að mér lá svo á að byrja að nota hana. ;o) Þetta er sennilega kallað óþolinmæði eftir að þurfa að pína mig síðan í október. ;o) Hérna er hún sem sagt og er voða fín en mætti vera stærri að mínu áliti.




Nú þegar ég var búin þá fór ég í búðina og keypti meira garn auðvitað. Ég keypti í sokka á stelpurnar mínar litlu og hyrnur á þær líka. Ég hafði séð poppkornsgarn í útprjónuðum sokkum sem mér fannst svo flott, það var í Dalagarns blaði nr 179, prjónað úr Falk og poppkorn.


Það er svo gaman að prjóna þá að ég er búin með annað parið og byrjuð á næsta. Sú yngri er svo hrifin af appelsínugulum lit að ég keypti þann lit handa henni í bæði hyrnuna og sokkana og svo er hin svo bleik að það er hennar litur í sokkunum og hyrnunni hennar. Þær koma heim 5 janúar svo að mamma ætlar að reyna að vera búin að prjóna þetta allt þá


Jæja nú verð ég að halda áfram, svo að þetta klárist nú fyrir lillurnar mínar.
Kv Soffía frænka
Related Posts with Thumbnails