Friday, March 1, 2013

Sumar dúkur





Hérna kemur það sem ég er búin að vera að gera undanfarið. Dúkurinn er verkefni sem ég byrjaði á þegar ég ver í heimsókn hjá Helgu minni í janúar. Þá sá ég svona líka grænan pakka af fötturum og hugsaði að sjálfsögðu um Birgittu mína sem er svo græn. Þessi var kanski svolítið öfga grænn en það er bara skemmtilegra á sumrin. ;) Ég reyndi að slá örlítið á með því að setja rauð jarðaber og rauðan kant og er bara ánægð með árangurinn.
Peysan sem þið sjáið er prjónuð úr lopa og kittens mohair og bara eftir mínu höfði. Ég er mjög ánægð með hana og nota hana mikið. Kanski eina sem að ég hefði breitt ef að ég væri að gera hana núna þá hefði ég ekki haft hana eins síða.
Bestu kveðjur úr Borgarfirðinum
Hellen Blogsy er að virka fínt, takk fyrir.

Related Posts with Thumbnails