Saturday, February 19, 2011

Námskeið hjá Nálinni

Nú er ég komin aftur eftir smá hlé.

Ég fór á námskeið hjá Nálinni um síðustu helgi. Það var gestakennari, enginn annar en hönnuðurinn Anette Danielsen sem er bara frábær, þar er ekkert annað orð sem ég get sagt til að lísa henni (sjáið þið peysuna sem hún er í, bara góð).
Við vorum látnar gera 10 prufur og ekkert af þeim var eitthvað sem ég hafði gert áður.

Helga í Nálinni var alveg frábær og er ein af uppáhalds konunum hjá mér þessa dagana. ;þ

Við fórum þrjár vinkonurnar saman, en þar sem við Sísí (í Handavinnubúðinni í Borgarnesi) vorum á öðru námskeiði á föstudagskvöldinu og komum því seint, þá sátum við ekki með Mæju (hún vill láta skrifa þetta svona). En það gerir víst lítið til því að þá kynnist maður bara fleira fólki. ;þ

Og svo sat Mæja hinumegin í stofuunni svo að við gátum fylgst með henni. ;þ
Við lærðum allveg helling þessa helgi og komum ánægðar heim.
Bestu kveðjur úr Borgarnesi
Edda

Related Posts with Thumbnails