Wednesday, October 28, 2009

Vettlingar

Nú hef ég ekkert verið að setja hér inn í svolítinn tíma vegna þess að nú er jólatíminn og jólagjafaundirbúningur í fullum gangi hérna hjá mér.
Ég set nú samt inn vettlinga sem að ég gerði um daginn. Þeir eiga að vera eins og Nemo fiskurinn og hafa slegið í gegn í vinnunni og í Handavinnuhúsinu hér í Borgarnesi. ;o) Þeir eru svo skemmtilegir og auðveldir að prjóna. Bara rendur og svo saumaði ég auga, munn og heklaði svo ugga. Gæti ekki krúttlegra verið.



En í firra gerði ég þessa snjókarla vettlinga og þeir eru búnir að ganga eins og eldur um sinu hjá konunum í Féló. Þeir eru líka svo einfaldir, en á sama tíma svo flottir fyrir litlar hendur. Ein konan gerði meira að segja húfu í stíl og sló alveg í gegn hjá einhverjum litlum gutta.



Takk fyrir
Soffía frænka
Related Posts with Thumbnails