Hérna kemur húfan á prinsinn hennar ömmu. Hann vildi röndótta húfu með ljósbláum og dökkbláum röndum. Hann er svo ákveðinn þegar að það kemur að einhverju sem amma á að prjóna. ;o)
Í sumar teiknaði hann mynd af peysu og rétti mér, svo sagði hann “amma nú getur þú prjónað svona munstur í peysu næst„
Ég geymdi þetta að sjálfsögðu á voða góðum stað, en auðvitað núna þegar mér datt þetta í hug þá finn ég ekki þennan góða stað. :o)
Ég gerði líka dreka húfu á hann í firra, þá vildi hann svona dreka peysu líka með vængjum. lol Ég fékk auðvitað miklar og góðar lýsingar á þessari peysu, sem að ég ætlaði alltaf að gera á hann, en varð aldrei neitt úr hjá mér. hann er engum öðrum líkur þessi litli gutti minn.