Tuesday, October 13, 2009

Ný húfa á Diamond

Hérna kemur húfan á prinsinn hennar ömmu. Hann vildi röndótta húfu með ljósbláum og dökkbláum röndum. Hann er svo ákveðinn þegar að það kemur að einhverju sem amma á að prjóna. ;o)

Í sumar teiknaði hann mynd af peysu og rétti mér, svo sagði hann “amma nú getur þú prjónað svona munstur í peysu næst„
Ég geymdi þetta að sjálfsögðu á voða góðum stað, en auðvitað núna þegar mér datt þetta í hug þá finn ég ekki þennan góða stað. :o)

Ég gerði líka dreka húfu á hann í firra, þá vildi hann svona dreka peysu líka með vængjum. lol Ég fékk auðvitað miklar og góðar lýsingar á þessari peysu, sem að ég ætlaði alltaf að gera á hann, en varð aldrei neitt úr hjá mér. hann er engum öðrum líkur þessi litli gutti minn.2 comments:

Mrs.X said...

Rosalega flottar!!! Love you og miss you

Alma said...

Edda mín hvernig gat það farið framhjá mér að þú værir með blogg! Jæja núna veit ég það og ætla að fylgjast með þér! Flottar húfur og allt hitt sem þú ert að setja hérna inn, en það kemur nú ekki á óvart. Knús á þig

Related Posts with Thumbnails