Thursday, October 15, 2009
Púðinn búinn
Hérna kemur púðinn sem að ég var að gera um daginn. Ég er ekkert voða ánægð með hann en ég hlít að venjast honum. Hann er frekar lítill, sem var viljandi gert, svo að það var eitthvað erfitt að fá fyllingu í hann sem passaði. Loksins þegar ég svo keypti lítinn púða í RL búðinni sem að ég hélt að passaði þá var hann frekar stór og eitthvað ólögulegur finnst mér. En semsagt hann er búinn og kominn á rúmið og gaf mér líka hugmynd af öðrum púða sem að ég get gert. Hann á að vera ílangur eins og karmella í laginu og auðvitað með blómum og blúndum eins og litli púðinn.
Ég er svo fljótfær stundum að ég fer fram úr sjálfri mér. ;O) Ég gerði húfu á Ameliu í vikunni, hún var hvít, prjónuð með klukkuprjóni úr Alfa garni og stórt blóm á hliðinni. Voða fín húfa sem dúllan er ægilega ánægð með. Ég gleymdi auðvitað að taka mynd af henni svo að það kemur seinna.
Svo gerði ég líka svo sæta Nemo vettlinga sem komu bara vel út, en fór með þá í vinnuna og skildi þá eftir þar og tók ekki mynd. En það er líka allt í lagi ég geri það bara seinna og þá fáið þið að sjá hvað þeir eru fínir.
Bestu kveðjur á afmælinu mínu.
Soffía frænka
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment