Monday, January 18, 2010

Ég var aldrei búin að sína ykkur hvað ég fékk sniðugt í jólagjöf. Birgitta mín gaf okkur karlinn og kerlinguna, hún er svo hugmyndarík og sér svona fyrir sér. Við vorum að búa til jólasveina og allir að gera eins, en þá breytti hún sínum í þessi líka fínu hjón. Karlinn minnir mig á prest í gamla daga lol, ég veit ekki af hverju. En svo gáfu Tanja og Guðbjörg ( dætur Gunnars) okkur lopaflöskuna sem er líka svo sniðug. Hún verður góð í fellihýsinu okkar í sumar. ;o)



Ég var að reyna að taka mynd af nýjasta verkefninu, þetta er toppur sem er í svo fallegum lit. hann er eins og grænar ólífur á litinn. Mynstrið er í Prjónablaðinu Ýr (einhverju gömlu, sennilega 2005). Ótrúlaga flottur toppur ef að hann klárast einhvern tíman, mér finnst svo seinlegt að prjóna þetta mynstur svo að ég fer alltaf að gera eitthvað annað. ;o)



Nú er ég að fara til Ameríku að hjálpa til við flutninga, svo að nú verð ég að vera dugleg að prjóna sokka, vettlinga og húfur á strákana mína í Ameríku. Áðan fór ég því í búðina og keypti fullt af léttlopa og hosubandi fyrir þetta verkefni. En toppurinn er nú líka bara fyrir sumarið svo að það liggur ekkert á honum ;-)

Kv Soffía frænka
Related Posts with Thumbnails