Friday, December 2, 2011

Litla kisa og saumaskapur

Hérna er litla kisa að láta fara vel úm sig í Giðingnum gangandi, einhver misskilningur hér á ferð. Hún var allveg viss um að við hefðum sett og ræktað þetta blóm fyrir sig. ;þ En svona uppdeit á blólmið, þá er það farið, ég henti því og þá þarf ekkert að hafa áhyggjur af því. ;þ Kisa alltaf jafn mikið krútt.


Þetta eru handklæði sem að ég er búin að vera að gera á nýju saumavélina mína og trúið þið mér þetta er bara smá partur af öllum staflanum á borðinu hjá mér. ;þ Ég held að ég sé búin að gera einhver 20 handklæði fyrir utan allt hitt, en þetta er 
SVOOOOO gaman. ;Þ

Á miðvikudögum hittumst við vinkonurnar í Svuntunum og saumum bútasaum. Þetta átti auðvitað ekki að vera í hverri viku en svona endaði þetta, ja allavegana fyrir jólin, því að þá er svo margt fallegt hægt að gera og við alltaf með eitthvað sniðugt sem einhverri af okkur hefur dottið í hug. Í gær kom t.d. Maja með þetta pottaleppa snið og ég vann við þetta í allt gærkvöld (og gat ekki klárað) en ætla að vera í skúrnum mínum í dag til að klára. Þeir eru svo sætir þegar að þeir eru búnir.  ;Þ

Bestu kveðjur úr Borgarnesi
Edda Soffía

Related Posts with Thumbnails