Friday, November 13, 2009

Skrímslabuxur og fl.

Nú er ég búin að vera að prjóna og hekla ein og vitlaus en ekkert gengið frá endum eða annað sem þarf að gera.



Eins og ég sagði í síðasta bloggi, þá var ég að prjóna vesti á Diamond fyrir jólin. Nú er ég búin að prjóna vestið og á bara eftir að prjóna stroffið á handveg og hálsmál. En þá versnaði í því, ég á ekki meira garn svo að ég verð að bíða eftir að Birgitta komi með krakkana á laugardag í pössun til ömmu. Hún á svona garn og ég held að það sjáist ekkert þó að það sé ekki sama litanúmer vegna þess að þetta er stroffið, alla vega vona ég það.



Nú svo er ég búin með aðrar skrímslabuxur. En auðvitað á ég eftir að sauma tennur og augu á þær svo að þetta verði nú alvöru skrímsli. Þegar ég var að taka mynd af buxunum kom Brína mín og vantaði athygli og þessi mynd var svo skemmtileg, það er eins og hún sé að ræða við mig um þessa handavinnu mína (fallegust og besta kisulóran mín).



Í gærkveldi tók ég líka fram heklunál og rauða garnið og gerði 10 bjöllur í viðbót við mína seríu. núna þarf ég bara að vera dugleg í dag og sauma niður enda og gera augu og tennur og auðvitað stífa bjöllurnar. Já það er nóg að gera hérna hjá mér þessa daganna, en það er nú það sem ég hef svo gaman af.

Svona í lokin, ég skil ekkert í því hvað er að blogginu mínu, það uppfærir sig ekki á síðunni hennar Helgu minnar. Ég hlít að vera búin að rugla svo mikið í því og ýtt á einhvern takka sem stoppar þetta. Hummm......

Kær kveðja
Soffía frænka
Related Posts with Thumbnails