Saturday, December 31, 2011



Guð gefi ykkur 
Gleðilegt nýtt ár 
og takk fyrir allt liðið.


kveðja úr Borgarnesi
Edda Soffía

Friday, December 23, 2011

Gleðileg jól



Ég óska öllum gleðilegra jóla og vona að friður og gleði fylgi ykkur yfir hátíðarnar.

Birgitta mín og hennar fjölskylda eru að koma til okkar og ætla að eyða hjá okkur aðfangadegi og svo verður farið til Ölmu systir á jóladag. Við Gunnar erum að mestu ein þessi jól því að litlu stelpurnar mínar eru hjá pabba sínum í Ameríku. En við höfum nú alltaf litlurnar hans og því erum við ekki alltaf ein, við skiptumst á við mömmu þeirra.

Ég má til með að segja ykkur klaufalega sögu. Þannig er mál með vexti að nýja saumavélin mín bilaði og hún hefur því verið á verkstæðinu í langan tíma ( það finnst mér að minnst kosti) ´Eg var sem sagt ekki alveg búin með jólagjafirnar þegar að hún bilaði. 

Í gær fór ég svo að ná í vélina og byrjaði auðvitað strax að sauma, í morgun fór ég svo niður þegar að ég vaknaði og ætlaði að gera síðustu gjöfina, nefnilega sængurver fyrir Birgittu mína og hennar mann. Þau eru með stóra sæng og því gerði ég fjölskyldu nafnið þeirra í mitt verið. allt gekk svo vel og stafirnir voru þrílitir og voða flottir, ég tók þetta upp og fór að brjóta sængurverið saman og tók þá eftir því að ég snéri Warren nafninu ÖFUGT. Hafið þið vitað annað eins. :( 
Klaufi sem ég get verið.


Bestu jólakveðjur
Edda Soffía 

Friday, December 2, 2011

Litla kisa og saumaskapur

Hérna er litla kisa að láta fara vel úm sig í Giðingnum gangandi, einhver misskilningur hér á ferð. Hún var allveg viss um að við hefðum sett og ræktað þetta blóm fyrir sig. ;þ En svona uppdeit á blólmið, þá er það farið, ég henti því og þá þarf ekkert að hafa áhyggjur af því. ;þ Kisa alltaf jafn mikið krútt.


Þetta eru handklæði sem að ég er búin að vera að gera á nýju saumavélina mína og trúið þið mér þetta er bara smá partur af öllum staflanum á borðinu hjá mér. ;þ Ég held að ég sé búin að gera einhver 20 handklæði fyrir utan allt hitt, en þetta er 
SVOOOOO gaman. ;Þ

Á miðvikudögum hittumst við vinkonurnar í Svuntunum og saumum bútasaum. Þetta átti auðvitað ekki að vera í hverri viku en svona endaði þetta, ja allavegana fyrir jólin, því að þá er svo margt fallegt hægt að gera og við alltaf með eitthvað sniðugt sem einhverri af okkur hefur dottið í hug. Í gær kom t.d. Maja með þetta pottaleppa snið og ég vann við þetta í allt gærkvöld (og gat ekki klárað) en ætla að vera í skúrnum mínum í dag til að klára. Þeir eru svo sætir þegar að þeir eru búnir.  ;Þ

Bestu kveðjur úr Borgarnesi
Edda Soffía

Wednesday, November 16, 2011

Ég er hérna ennþá ;þ


Um daginn var ég að suma eitthvað fallegt á gömlu sumavélina mína (sem er ekkert gömul) þá birtist allt í einu nýji meðlimur fjölskyldunnar og þurfti smá athygli.

Ég mátti til að taka mynd af litlu kisu, þar sem hún stillti sér upp fyrir framan saumavélina og fannst alveg að ég gæti talað við hana eins og að vera að sauma. ;Ð En svo var ég ekkert spennandi lengur þegar að ég var komin með myndavélina og ekkert hreifðist lengur, svo að hún fór bara að horfa út um gluggan. Litla kisa kom til okkar þegar að maðurinn minn átti að aflífa hana en við féllum alveg fyrir henni og björguðum henni. Hún á að heita Björg, en af einhverri ástæðu festist það nafn ekki við hana og því er hún alltaf kölluð litla kisa. Hún er allveg frábær, kelin og góð og svo malar hún svo hátt að ég kalla hana stundum Malla litla. ;þ

Nú er ég semsagt búin að fá nýja útsaumsvél sem er náttúrulega allveg frábær. Ég er búin að vera að æfa mig á öllum útsaumnum og læra á hana alla daga, en á langt í land að vera orðin góð. Ég ætla að setja inn mynd af einhverju sem að ég er búin að vera að æfa mig á fljótlega svo að þið getið séð hvað gripurinn getur gert. ;þ
Bestu kveðjur úr Borgarnesi
Edda Soffía

Sunday, April 17, 2011

Bútasaumur í eldhúsið



Ég er búin að vera að sauma utan um hrærivélina mína. Ég fór á námskeið hjá Guðrúnu Erlu um daginn og þar sem við erum utan að landi þá fórum við snemma í höfuðborgina vinkonurnar. Við komum við í Quilt kistunni og þangað var mikið gaman að koma. Ég keypti eitthvað af ljósum efnum (sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér núna) og svo keypti ég líka munstur utan um hræivélina mína. Svo saumaði ég þetta núna og er svo ánægð með þetta.

Saturday, February 19, 2011

Námskeið hjá Nálinni

Nú er ég komin aftur eftir smá hlé.

Ég fór á námskeið hjá Nálinni um síðustu helgi. Það var gestakennari, enginn annar en hönnuðurinn Anette Danielsen sem er bara frábær, þar er ekkert annað orð sem ég get sagt til að lísa henni (sjáið þið peysuna sem hún er í, bara góð).
Við vorum látnar gera 10 prufur og ekkert af þeim var eitthvað sem ég hafði gert áður.

Helga í Nálinni var alveg frábær og er ein af uppáhalds konunum hjá mér þessa dagana. ;þ

Við fórum þrjár vinkonurnar saman, en þar sem við Sísí (í Handavinnubúðinni í Borgarnesi) vorum á öðru námskeiði á föstudagskvöldinu og komum því seint, þá sátum við ekki með Mæju (hún vill láta skrifa þetta svona). En það gerir víst lítið til því að þá kynnist maður bara fleira fólki. ;þ

Og svo sat Mæja hinumegin í stofuunni svo að við gátum fylgst með henni. ;þ
Við lærðum allveg helling þessa helgi og komum ánægðar heim.
Bestu kveðjur úr Borgarnesi
Edda

Related Posts with Thumbnails