Þetta teppi byrjaði ég á í haust en varð svo að fara í jólagjafirnar og vinnuna svo að ég ákvað að gera þetta fyrir sumarið í fellihýsið okkar. Þetta er voða fallegt stjörnu mynstur og ég ætla að hafa það í sex eða sjö brúnum litum, ég nota tvöfaldan plötulopa í teppið. Í sumar gerði ég svona alveg eins nema það varð of lítið, en er í fellihýsinu okkar.
Svo er það nú auðvitað græni toppurinn minn sem ég hef gripið í annað slagið þó að ég sé búin að vera í vettlingum og sokkum upp fyrir haus. ;o)
Þar til næst
Kv Soffía frænka