Þetta teppi byrjaði ég á í haust en varð svo að fara í jólagjafirnar og vinnuna svo að ég ákvað að gera þetta fyrir sumarið í fellihýsið okkar. Þetta er voða fallegt stjörnu mynstur og ég ætla að hafa það í sex eða sjö brúnum litum, ég nota tvöfaldan plötulopa í teppið. Í sumar gerði ég svona alveg eins nema það varð of lítið, en er í fellihýsinu okkar.
Svo er það nú auðvitað græni toppurinn minn sem ég hef gripið í annað slagið þó að ég sé búin að vera í vettlingum og sokkum upp fyrir haus. ;o)
Þar til næst
Kv Soffía frænka
1 comment:
Það er nú þannig að ég hef verið að velta því fyrir mér líka hvort ég ætti að prjóna þessa peysu, er að spá í garntegund og þannig, og ég á uppskriftina. Svo er ég líka búin að vera lengi á leiðinni að hekla svona stjörnuteppi úr lopaafgöngum, því pabbi átti svona teppi þegar ég var lítil, og ég sé það alltaf fyrir mér. Nýlega keypti ég Kúr og lúr bókina af því að þar var uppskrift af stjörnuhekli. Spennandi að sjá hvað þú gerir næst!!!
Post a Comment