Ástæðan fyrir því að ég fór að gera hana núna, er að daginn eftir að ég kem heim frá U.S.A. þá ætlum við að sauma buddur í féló. Þegar ég ákveð að gera eitthvað með þeim þá vil ég hafa eitthvað til að sýna þeim og þær eru hrifnari af því.
Á fimmtudagskvöldið fór ég í Handavinnubúðina, þar var verið að kenna okkur að hekla rússneskt hekl. Þetta er voða gaman og ég sé alveg fyrir mér fallega liti í teppi í fellihýsið. Ég gerði appelsínugult, rautt og gult. Ég er alltaf að sjá fleiri liti sem færu vel með í teppið en ég má bara ekki vera að þessu núna því að ég verð að vera búin með fleiri vettlinga og sokka áður en ég fer út.
1 comment:
Very pretty! Love that yellow colour!
Caroline
Post a Comment