Núna í desember vorum við konurnar að prjóna prinsateppi og það átti að vera búið einhvern tíman í mars. Ég átti nú von á litlum prins í mitt teppi í byrjun febrúar, svo að ég varð að prjóna aðeins hraðar. Þegar að ég var svo rétt búin með teppið, þá gerði hann sig líklegan til að koma í heiminn. Á föstudaginn var 27. janúar 2012 kom hann svo með stæl, það munaði bara mínútum að hann kæmi í sjúkrabílnum. ;þ
Amma átti að fá að vera viðstödd fæðinguna, en þar sem amma á heima í Borgarnesi og litli prins á suðurnesjum og hann var að flýta sér svona mikið (2 tímar frá því að verkirnir komu þar til hann var kominn í heiminn) þá náði amma ekki. En það er nú allt í lagi því að allt gekk vel og amma var komin stuttu seinna og fékk að sjá hann alveg nýjan.
Fallegi litli prinsinn hennar ömmu sinnar.