Jæja nú erum við komin heim eftir langt ferðalag. Til að byrja með ætluðum við að fara suðurleiðina, en þegar við sáum veðurspána þá var hætt við suðurleiðina og norðurleiðin valin í staðin. Við lögðum frekar seint af stað og svo var auðvitað stoppað í Staðarskála (af einhverri ástæðu þá stoppar GG alltaf í Staðarskála og borðar) Við fengum okkur ekki svo góðan mat og héldum svo aftur að stað. Nú var farið alla leið að Blöndós og þar var ákveðið að stoppa og fista um nóttina. Við vorum auðvitað með Tjaldvagninn okkar (sem er voða töff að hafa), ennnn... við leigðum okkur bústað yfir nóttina og gistum í honum. Þar var heitur pottur sem var farið í um kvöldið og svo lögðum við að stað um tvö næsta dag. Nú var farið alla leið að Akureyri og deginum eitt í búðarráp og svoleiðis nauðsynlega hluti. Þegar við lögðum af stað frá Akureyri þá var klukkan orðin svo margt að við nenntum ekki að keyra lengi, svo að nú var farið á Stórutjarnir (Hótel Edda ) um hálftíma frá Akureyri. Þar gistum við í góðu yfirlæti um nóttina (ennþá með töff vagninn aftan á bílnum). Nú þegar við vöknuðum þá varð nú aldeilis að taka á honum stóra sínum, því að nú urðum við að vera á Djúpavogi um kvöldið, því að það átti að skíra litla kút daginn eftir. Við stoppuðum í Jökuldalnum og fengum okkur að borða á Skjöldólfsstöðum í Jökuldalnum. Það var ágætt en ekki aftur. Svo var næsta stopp á Egilstöðum og þá var ákveðið að fara norðurleiðina til baka aftur því að GG er ekkert hrifinn af suðurleiðinni (ekkert að sjá þar). Við vildium semsagt kanna austfirði betur. Nú við vorum komin klukkan svona nínu um kvöldið á Djúpavog og ákváðum að þvo bílinn og tjaldeðalvagninn líka. En vitir menn Djúpavogur er svo lítill að Árni sá okkur koma inn í þorpið og kom til okkar. Við tjekkuðum okkur inn í kofann sem við áttum pantaðan og opnuðum alla glugga því að liktin var vægast sagt vond þarna inni (eins og hestalikt). Ekki halda að við værum ekki með eðalvagninn líka henn fékk bara að vera á bílastæðinu voða töff. Þá var farið að skoða litla gripinn, svo sætan og fínann. yndislegur lítill strákur. Við stoppuðum voða stutt þarna hjá þeim, því að þau voru í fullum fermingar og skírnar undirbúningi. Við mættum svo í kirkjuna klukkan tíu mínútur í ellefu daginn eftir og enginn nema presturinn kominn, hummm. Við fórum að hugsa hvort að við hefðum tekið vitlaust eftir en þá fóru allir að tínast í kirkjuna (ekkert stress þarna). Litli kútur var skírður Birkir Árni, sem er reglulega flott nafn á litla snáðann. Svo var auðvitað veisla á eftir og allt það sem fylgir svona dögum. Við fengum aldrei að sjá hvað hann fékk í skírnargjöf því að það er víst ekki til siðs að opna gjafir svo aðrir sjái.
Daginn eftir fórum við svo út í Papey og eyddum deginum þar, voða sniðugt að hafa séð eynna. svo var haldið í hann og ég orðin svolítið óþolinmóð að komast burt frá þokunni sem var búin að vera þarna síðan við komum. Við keyrðum ekki lengi, heldur fórum á Staðarborg í Breiðdalsvík og gistum þar á fínu hóteli (og eðalvagninn alltaf út á bílastæði).
Um morguninn lögðum við svo af stað og komumst nú alla leið að Atlavík, þá var veðrið orðið svo gott að við ákváðum að setja nú upp eðalvagninn og fara í sólbað. Frábært veður og við urðum voða ánægð eftir alla þokuna á Djúpavogi.
Daginn eftir fórum við svo á Kárahnjúka og skoðuðum stífluna sem verið er að gera þar. Svo var farið að skoða eitthvað fleira sem stíflunni við kom. Það var auðvitað þoka alla leið og ekkert hægt að sjá, ekki einu sinni næstu stiku. Ennnn svo fórum við að skoða Skriðuklaustur og þá var nú gaman. Ég náði að stela afleggjara af einu blóminu hennar Fransesku sem átti einu sinni þetta hús (auðvitað ekki blómið). Það dafnar vel í eldhúsglugganum. Þegar við komum í tjaldið aftur þá pökkuðumvið saman og fórum á Egilstaði.