Tuesday, September 16, 2008

Þriðjudagur

Þessa dagana er ég nú alvarlega að hugsa um það hvernig fólk hefur tíma til þess að vinna. Ég er semsagt alveg á fullu þessa dagana og vinn bara einn dag í viku í þrjá tíma. Ég er alltaf á fullu að gera eitthvað en ætti að vera að gera annað (skiljið þið hvað ég meina).

Semsagt þá er ég að undirbúa vinnuna á morgun í dag. Ég fór niður í fjöru að tína steina til þess að mála á á morgun. Svo var nú að þvo steinana og nú eru þeir að þorna á ofninum. Í kvöld þarf ég svo að mála einhverjar myndir á steinana og sína konunum og kenna þeim á morgun.

Í gær fór GG í ristilspeglun og hún kom svona líka flott út. Það fannst einn sepi sem var brendur í burtu en allt annað var fínt. skurðurinn hafði gróið svona líka fínt og allt í lukkunar standi. Guði sé lof.

Ég notaði tímann til að fara í búðir og keypti mér útskurðar hníf. Hann var loksins kominn og ég fór svo að prófa hann þegar ég kom heim. Ég setti upp kartöflur og henti kjöti inn í ofninn og svo byrjuðum við Karlotta að skera út. Ég varð voða pirruð þegar ég svo þurfti að taka allt af borðinu til að gefa þeim að borða. En svo þegar GG fór í vitjun þá notaði ég tækifærið og tók allt upp aftur og allt í einu heirðist í GG. Hann var kominn heim aftur og ég sem hélt að hann væri ekki farinn, hummmmmm. Nei en þetta er svo gaman að maður gleymir sér alveg. Svo í morgun þegar allir voru farnir út úr húsinu þá tók ég þetta fram aftur og gerði svolítið. Gaman gaman.

Nú er víst kominn tími til að sækja stelpurnar mínar í skólann. Þar til næst, bæ bæ.
Related Posts with Thumbnails