Tuesday, July 1, 2008

Og við ekki farin ennþá

Jæja nú er klukkan að verða fjögur og við ekki farin ennþá. GG er í R-vík í ómskoðun og ætlaði svo að fara í Leonardo að borga úrið fyrir T. Ég held að við séum ekkert á leiðinni í útilegu í dag. Veðrið á víst að vera leiðinlegt á suð-austurlandinu í nótt og rigna svo á morgun á suður og austurlandi. Nema auðvitað að við getum farið norðurleiðina. Allt dótið okkar er að minnsta kosti komið út í bíl. 
Ég hef ekkert heyrt í litlu dúllunum mínum í næstum því viku núna og er að verða vitlaus. Annars er ég búin að komast að því að því meira sem ég heyri í þeim og sé þær þá er erfiðara að hafa þær ekki hérna hjá mömmu. A ætti að fá tölvuna í dag svo að þegar ég kem heim þá getum við spjallað á skype eins og við H gerum.  
Related Posts with Thumbnails