Monday, March 8, 2010
Núna um helgina er ég að fara svo spennandi. Við erum fjórar konur úr Borgarnesi sem erum að fara á Löngumýri í Skagafirði frá fimmtudagskv. til sunnudagskvölds. Spennan vex og við erum búnar að vera að undirbúa okkur, þ.e.a.s. við þurfum að koma með eitt og annað með okkur og gera smá heimaverkefni. Heimaverkefnið er hálfnað, en það er svo lítið að það tekur enga stund að klára. þetta er óvissuverkefni og heldur skrítið, við eigum að gera átta tígla og koma svo með annan lit með okkur, hummm spennandi.
Svo á líka að kenna okkur fallegan frágang á peysum, svo að ég er búin með “Grámhildi góðu„ aftur. ;o( lol Þannig er mál með vexti að ég var búin að prjóna þessa peysu, (gerði það á leiðinni og í Ameríku) en þá fannst mér hún vera allt of stór á mig og ermarnar of þröngar svo að það var ekkert annað að gera en rekja hana upp og prjóna aftur en þá minni búk og stærri ermar. Þetta er nú allt í lagi, það er nú einu sinni kreppa, er það ekki. ;O) (Pollíönnu aðferðin) Hérna getið þið séð peysuna góðu sem á eftir að ganga svona vel frá á Löngumýri.
Kveðja frá Borgarnesi
Subscribe to:
Posts (Atom)