Thursday, September 11, 2008

Jólagjafirnar í undirbúningi

Nú er ég búin að vera á fullu í námskeiði sem heitir „Lesið í skóginn- tálgað í tré“. Þetta var svo gaman, ég gerði nú ekki mikið en sammt eitthvað. Það sem ég gerði var -smjörhnífur, tertuspaði, skeið í saltið (pínulítil), bolla, og tilraun með fugl. Þetta hljómar nú aldeilis vel, en trúið mér þetta var ekki mjög flott. En nú kann ég þetta og get haldið áfram að æfa mig og verð ábyggilega mjög góð eftir einhvern tíman. Ég set inn myndir seinna af þessu afreki.

Allt gengur vel, ég er farin að vinna við Félagsstarf aldraðra einn dag í viku og byrjaði í gær. Það var bara voða gaman og ég held að ég hafi staðið mig vel (vona það allavegana).


Nú er ég að vinna að jólagjöfunum sem að ég ætla að búa til í ár. Það gengur voða vel og þið fáið að sjá það um jólin hahahah. Voða spennandi. En ég er svo spennt yfir þessu að ég hugsa ekki um annað og vinn að þessu á hverjum degi og ég vona að allir verði ánægðir.
Related Posts with Thumbnails