Saturday, February 20, 2010
Jæja nú er ég hjá Helgu minni í Chicago og fer heim á mánudaginn. Þetta er búið að líða allt of hratt og ég trúi ekki að tvær vikur séu að verða búnar.
Við erum búnar að vera að sauma gardínur fyrir eldhúsið hennar, hún er með tvo glugga einn er lítill og hinn svolítið stærri. Hún vildi grænar gardínur og valdi tvo græna liti sem pössuðu vel saman. Við erum voða ánægðar með þær og finnst þær hafa heppnast vel.
Þessa mynd varð ég að setja inn því að hún Maja mín er svo sniðugur (og óþekkur) hundur, hérna er hún komin undir rúmteppið á hjónarúminu. Svona komum við að henni þar sem hún var búin að koma sér vel fyrir og var steinsofandi. Svo hrítur hún Maja mín svo mikið að það er ekki hægt að sofa í sama herbergi og hún. :o)
Litlu strákarnir mínir eru búnir að vera yndislegir og ég fæ ekki nóg af því að vera með þeim. Ég ætla nú samt ekki að setja myndir af þeim hérna núna en geri það eftir að ég kem heim.
Subscribe to:
Posts (Atom)