Ég fékk uppskriftina í vinnunni í haust og ætlaði alltaf að prjóna svona fyrir konurnar til að sína þeim þetta. Nú er ég semsagt búin og það tók nákvæmlega til R-víkur að prjóna annan og heim fyrir hinn. Ég saumaði svo saman einn sokkinn og hef hinn ósamansattan til þess að þær sjái hvernig þetta er gert.
Ég veit ekki hver gerði uppskriftina og því þori ég ekki að setja hana hérna á bloggið en ef þið hafið áhuga þá hefið þið bara samband við mig.
Bestu kveðjur