Ég var svo heppin að fá nýja bók í póstinum í gær áður en ég fór í vinnuna. Þessi bók heitir “100 Flowers to knit and Crochet„ og er hreint út sagt frábær.
Í morgun hef ég svo bara heklað blóm og laufblöð eins og vitlaus manneskja. Ég er búin að gera rós, rósarknúpp og rósarlaufblöð, og jú svo varð ég að prófa einn “akron„ (ég man ekki í augnablikinu hvað það heitir á íslensku). Svo er það nú bara hvað ég á að gera við öll þessi blóm. Ég sá voða fallegan heklaðan púða á netinu um daginn og hann kæmi vel til greina vegna þess að ég get sett blómin á hann. Ég set mynd af honum þegar hann er búinn.
Í gær í vinnunni kom kona með svo sniðugan prjónaðan jólasvein til að smeygja yfir flösku. Hann er gerður úr tvöföldum lopa og ég verð auðvitað að gera svona jólasvein. Ég er búin að prjóna hann en á eftir að sauma hann saman og gera skegg og augu, tek mynd þegar ég er búin með hann.
Um daginn keypti ég bókina “Hlýjar hendur„ hún er ágæt, en ekki gott að fara eftir uppskriftunum en af því að ég er ekki byrjandi þá gat ég nú reddað mér með góðu stækkunargleri og þetta er afraksturinn.
Hafið það svo sem allra best.
Kv Soffía frænka
No comments:
Post a Comment