Ég var búin að kaupa mér Kauni garn í október eða nóvember sem ég ætlaði að prjóna úr yfir jólin. Ég hafði séð þetta mynstur í hyrnu og varð að gera hana á mig. Uppskriftina fékk ég svo seinna og geymdi þetta í kistunni minni svo að ég færi nú ekki að stelast til að byrja. Jæja en svo komu nú jólin og allar gjafir búnar sem ég ætlaði að gera, svo að ég byrjaði og byrjaði og byrjaði. ;o) Ég gat semsagt ekki fengið þetta til að ganga upp hjá mér, bara hreinlega skildi ekki uppskriftina og rak upp ábyggilega 6-7 sinnum. En vitir menn allt í einu þegar ég var ein og engin truflun kom þetta á annan í jólum og ég hætti ekki fyrr en ég var búin í gær, þvoði hyrnuna mína fínu og lagði (ekki á gólfið nei...) á ofninn því að mér lá svo á að byrja að nota hana. ;o) Þetta er sennilega kallað óþolinmæði eftir að þurfa að pína mig síðan í október. ;o) Hérna er hún sem sagt og er voða fín en mætti vera stærri að mínu áliti.
Nú þegar ég var búin þá fór ég í búðina og keypti meira garn auðvitað. Ég keypti í sokka á stelpurnar mínar litlu og hyrnur á þær líka. Ég hafði séð poppkornsgarn í útprjónuðum sokkum sem mér fannst svo flott, það var í Dalagarns blaði nr 179, prjónað úr Falk og poppkorn.
Það er svo gaman að prjóna þá að ég er búin með annað parið og byrjuð á næsta. Sú yngri er svo hrifin af appelsínugulum lit að ég keypti þann lit handa henni í bæði hyrnuna og sokkana og svo er hin svo bleik að það er hennar litur í sokkunum og hyrnunni hennar. Þær koma heim 5 janúar svo að mamma ætlar að reyna að vera búin að prjóna þetta allt þá
Jæja nú verð ég að halda áfram, svo að þetta klárist nú fyrir lillurnar mínar.
Kv Soffía frænka
Wednesday, December 30, 2009
Wednesday, December 23, 2009
Hó hó hó
Monday, December 21, 2009
Jólatréið komið upp ;o)
Nú eru jólin að koma og tréið mitt fallega komið upp. Þessi mynd er síðan í firra, en tréið er á sama stað og alveg eins skreitt. Ég er alltaf jafn spennt þegar það er komið upp því að mér finnst það alltaf jafn fallegt svo að ég ákvað að deila því með ykkur. Er ekki einhver málsháttur sem segir að hverjum finnist sinn fugl fagur, þó að hann sé bæði ljótur og magur. Ég held að það eigi við jólatréin okkar líka sem er gott því að það þýðir að við erum ánægð með okkar. ;o)
Svona að gamni, þarna er ég að gera það sem ég er alltaf að gera......
Hafið þið það nú gott
Kv Soffía frænka
Svona að gamni, þarna er ég að gera það sem ég er alltaf að gera......
Hafið þið það nú gott
Kv Soffía frænka
Thursday, December 17, 2009
Jólagjafir......
Nú er komið að því að ljóstra upp hvað ég er búin að vera að gera undanfarið. Nú eru að koma jól svo að allir verða að fá eitthvað prjónað og ég er búin að vera að prjóna í allt haust. Pakkarnir eru komnir til Ameríku og í þeim eitthvað fallegt. ;o)
Nú hef ég verið að prjóna lopapeysur handa Gunnari og Ameliu. Amelia varð allt í einu að fá lopapeysu áður en hún fer til Ameríku, svo að mamma varð að drífa sig að prjóna eitt stykki peysu handa barninu. Hún vildi hafa hana svarta, gráa og hvíta, með síðum bjölluermum og fallegum tölum. Ekkert mál hún er búin og Amelia voða ánægð með mömmu sína.
Ég er nú ekki viss um að þið sjáið þetta vel, en ég læt þetta frá mér svona. ;o) Þetta eru blómin frá prjóniprjón sem eru svo þjóðleg og falleg. Þetta er líka svo fljótlegt og skemmtilegt að gera að ég er búin með nokkrar og allir góðir fá svona í pakkann sinn. Myndin er nú ekki sem best, ég kann ekki að taka flassið af svo að ljósin njóta sín ekki, en trúið mér, þetta er ótrúlega fallegt. Upphaflega sá ég þetta á síðunni hennar Hellenar og féll algerlega fyrir þessu. Þið ættuð að kíkja á síðuna hennar, hún gerir svo fallega handavinnu. Takk fyrir öll kommentin Hellen mín, það er alltaf svo gaman að fá þau.
Já og konurnar í félagsstarfinu eru allar að hekla svona, meira að segja þær sem ekki kunnu að hekla þær lærðu það bara. ;o)
Þetta var í mogganum á laugardaginn og er alveg að slá í gegn. Ég varð auðvitað að prófa og þetta fer líka í einhverja pakka. Frábært.
Svo er alltaf svo gott að fá vettlinga og húfur í pakkann sinn, eða er það bara að mér finnst svo gaman að allir fái marga pakka, hummm.... ég veit ekki en eitthvað er það nú sem lætur mig prjóna eins og vitlaus manneskja á haustin. ;o)
Jæja en nú er þetta komið nóg í bili, ég verð að halda áfram að gera handavinnu, jólin eru ekki komin ennþá ;o)
Kv Soffía frænka
Nú hef ég verið að prjóna lopapeysur handa Gunnari og Ameliu. Amelia varð allt í einu að fá lopapeysu áður en hún fer til Ameríku, svo að mamma varð að drífa sig að prjóna eitt stykki peysu handa barninu. Hún vildi hafa hana svarta, gráa og hvíta, með síðum bjölluermum og fallegum tölum. Ekkert mál hún er búin og Amelia voða ánægð með mömmu sína.
Ég er nú ekki viss um að þið sjáið þetta vel, en ég læt þetta frá mér svona. ;o) Þetta eru blómin frá prjóniprjón sem eru svo þjóðleg og falleg. Þetta er líka svo fljótlegt og skemmtilegt að gera að ég er búin með nokkrar og allir góðir fá svona í pakkann sinn. Myndin er nú ekki sem best, ég kann ekki að taka flassið af svo að ljósin njóta sín ekki, en trúið mér, þetta er ótrúlega fallegt. Upphaflega sá ég þetta á síðunni hennar Hellenar og féll algerlega fyrir þessu. Þið ættuð að kíkja á síðuna hennar, hún gerir svo fallega handavinnu. Takk fyrir öll kommentin Hellen mín, það er alltaf svo gaman að fá þau.
Já og konurnar í félagsstarfinu eru allar að hekla svona, meira að segja þær sem ekki kunnu að hekla þær lærðu það bara. ;o)
Þetta var í mogganum á laugardaginn og er alveg að slá í gegn. Ég varð auðvitað að prófa og þetta fer líka í einhverja pakka. Frábært.
Svo er alltaf svo gott að fá vettlinga og húfur í pakkann sinn, eða er það bara að mér finnst svo gaman að allir fái marga pakka, hummm.... ég veit ekki en eitthvað er það nú sem lætur mig prjóna eins og vitlaus manneskja á haustin. ;o)
Jæja en nú er þetta komið nóg í bili, ég verð að halda áfram að gera handavinnu, jólin eru ekki komin ennþá ;o)
Kv Soffía frænka
Monday, November 30, 2009
Gaman, gaman.
Nú er komið að því að sína hvað ég er búin að vera að gera undanfarið. Fyrst sjáið þið púða sem ég er nú eitthvað skrítin að vera að sína ykkur, því að greyið er svo ljótur. Hann er gerður úr öllum grænu afgöngunum mínum og ég sá hann fyrir mér koma miklu flottari út. En hann er semsagt svona og fer þá bara í fellihýsið því að það er gott að lúlla á honum.
Þarna fáið þið að sjá skrímslabuxurnar tilbúnar, með augum og tönnum. Sætar, er það ekki ;o)
Þetta er hyrna sem ég gerði handa einni dótturinni, sem á afmæli á morgun. Hún er grænni en allt sem er grænt.. ;o) Ég gerði þessa hyrnu úr Kauni garninu, sem er bara æðislegt að prjóna úr, maður veit aldrei hvaða litur kemur næst, sem er svo spennandi.
Þessa broddgelti gerði ég í vikunni og er svo skotin í. Þeir fara í pakka hjá einum litlum snáða sem amma þekkir. Það er á hreinu að ég á eftir að gera fleiri svona (búin með einn og annar á leiðinni, eftir að troða og sauma saman).
Að lokum ætla ég að sína ykkur kort sem ég gerði í gær og finnst svo skemmtilegt. Það er eins og bók, sem ég saumaði svo kerta mynd á.
Þetta er nú allt í dag, ég sýni ykkur meira seinna.
Hafið þið það sem allra best.
Kv Soffía frænka
Þarna fáið þið að sjá skrímslabuxurnar tilbúnar, með augum og tönnum. Sætar, er það ekki ;o)
Þetta er hyrna sem ég gerði handa einni dótturinni, sem á afmæli á morgun. Hún er grænni en allt sem er grænt.. ;o) Ég gerði þessa hyrnu úr Kauni garninu, sem er bara æðislegt að prjóna úr, maður veit aldrei hvaða litur kemur næst, sem er svo spennandi.
Þessa broddgelti gerði ég í vikunni og er svo skotin í. Þeir fara í pakka hjá einum litlum snáða sem amma þekkir. Það er á hreinu að ég á eftir að gera fleiri svona (búin með einn og annar á leiðinni, eftir að troða og sauma saman).
Að lokum ætla ég að sína ykkur kort sem ég gerði í gær og finnst svo skemmtilegt. Það er eins og bók, sem ég saumaði svo kerta mynd á.
Þetta er nú allt í dag, ég sýni ykkur meira seinna.
Hafið þið það sem allra best.
Kv Soffía frænka
Friday, November 13, 2009
Skrímslabuxur og fl.
Nú er ég búin að vera að prjóna og hekla ein og vitlaus en ekkert gengið frá endum eða annað sem þarf að gera.
Eins og ég sagði í síðasta bloggi, þá var ég að prjóna vesti á Diamond fyrir jólin. Nú er ég búin að prjóna vestið og á bara eftir að prjóna stroffið á handveg og hálsmál. En þá versnaði í því, ég á ekki meira garn svo að ég verð að bíða eftir að Birgitta komi með krakkana á laugardag í pössun til ömmu. Hún á svona garn og ég held að það sjáist ekkert þó að það sé ekki sama litanúmer vegna þess að þetta er stroffið, alla vega vona ég það.
Nú svo er ég búin með aðrar skrímslabuxur. En auðvitað á ég eftir að sauma tennur og augu á þær svo að þetta verði nú alvöru skrímsli. Þegar ég var að taka mynd af buxunum kom Brína mín og vantaði athygli og þessi mynd var svo skemmtileg, það er eins og hún sé að ræða við mig um þessa handavinnu mína (fallegust og besta kisulóran mín).
Í gærkveldi tók ég líka fram heklunál og rauða garnið og gerði 10 bjöllur í viðbót við mína seríu. núna þarf ég bara að vera dugleg í dag og sauma niður enda og gera augu og tennur og auðvitað stífa bjöllurnar. Já það er nóg að gera hérna hjá mér þessa daganna, en það er nú það sem ég hef svo gaman af.
Svona í lokin, ég skil ekkert í því hvað er að blogginu mínu, það uppfærir sig ekki á síðunni hennar Helgu minnar. Ég hlít að vera búin að rugla svo mikið í því og ýtt á einhvern takka sem stoppar þetta. Hummm......
Kær kveðja
Soffía frænka
Eins og ég sagði í síðasta bloggi, þá var ég að prjóna vesti á Diamond fyrir jólin. Nú er ég búin að prjóna vestið og á bara eftir að prjóna stroffið á handveg og hálsmál. En þá versnaði í því, ég á ekki meira garn svo að ég verð að bíða eftir að Birgitta komi með krakkana á laugardag í pössun til ömmu. Hún á svona garn og ég held að það sjáist ekkert þó að það sé ekki sama litanúmer vegna þess að þetta er stroffið, alla vega vona ég það.
Nú svo er ég búin með aðrar skrímslabuxur. En auðvitað á ég eftir að sauma tennur og augu á þær svo að þetta verði nú alvöru skrímsli. Þegar ég var að taka mynd af buxunum kom Brína mín og vantaði athygli og þessi mynd var svo skemmtileg, það er eins og hún sé að ræða við mig um þessa handavinnu mína (fallegust og besta kisulóran mín).
Í gærkveldi tók ég líka fram heklunál og rauða garnið og gerði 10 bjöllur í viðbót við mína seríu. núna þarf ég bara að vera dugleg í dag og sauma niður enda og gera augu og tennur og auðvitað stífa bjöllurnar. Já það er nóg að gera hérna hjá mér þessa daganna, en það er nú það sem ég hef svo gaman af.
Svona í lokin, ég skil ekkert í því hvað er að blogginu mínu, það uppfærir sig ekki á síðunni hennar Helgu minnar. Ég hlít að vera búin að rugla svo mikið í því og ýtt á einhvern takka sem stoppar þetta. Hummm......
Kær kveðja
Soffía frænka
Tuesday, November 10, 2009
Jólabjöllur og fl.
Ég gerði 10 jólabjöllur í firra og setti upp í eldhúsinu mínu, glugginn er svo stór að ég sá það eftirá að ég hefði átt að gera 20 ljósa seríu. Nú ætlaði ég að vera voða sniðug og heklaði 10 í viðbót en nennti ekki niður í bílskúr að sækja seríuna frá því í firra þar til ég var næstum búin og þá auðvitað sá ég hvað ég hafði gert. Af því að ég á í einhverjum erfiðleikum með að fylgja mynstri, þá hafði ég breitt og bætt fínu bjöllurnar í firra og gerði svo nákvæmlega eftir uppskriftinni í ár, svo að þá eru þær auðvitað ekki eins ;o) En það er nú allt í lagi því að þetta tekur bara eina kvöldstund að gera og einhver græðir bara á þessu og fær voða fína jólabjölluseríu í ár.
Í gær vorum við Birgitta mín að tala um jólafötin á krakkana hennar. Eftir miklar bollaleggingar var ákveðið að amma prjónaði vesti á litla karlinn og ermar á Belluna. Það var svo ákveðið að vestið yrði rautt og hvítar rendur í stroffinu og ermarnar hvítar. EEnnnn amma fór í búðina að kaupa rautt og hvítt í vestið, þá sá ég að steingrátt var svo fínt með rauðu að ég breytti þessu aðeins. Svo kom ég heim og byrjaði að fitja upp með steingráu garni sem að ég átti og þá var hægt að skila þessari dokku sem að ég var að kaupa. En vitir menn, nú fannst ömmu svo flottur steingrái liturinn að ég hringdi í mömmuna og sagði henni að vestið yrði mikið fallegra steingrátt og með einhverjum öðrum lit í stroffinu. Mamman er svo græn að það var ákveðið að hafa fallega grænan lit með og svo væri þetta mikið sniðugra þá er hægt að nota vestið allt árið þegar maður á að vera fínn. Hérna getið þið séð byrjunina á þessu vesti og amma er að fara út í búð að skipta öllum litunum sem ég keypti í gær því að ég átti nóg í heilt vesti. Svona á maður allt mögulegt ofan í kistu, þegar maður fer að gramsa.
Takk fyrir og hafið það sem allra best
Kv Soffía frænka
Í gær vorum við Birgitta mín að tala um jólafötin á krakkana hennar. Eftir miklar bollaleggingar var ákveðið að amma prjónaði vesti á litla karlinn og ermar á Belluna. Það var svo ákveðið að vestið yrði rautt og hvítar rendur í stroffinu og ermarnar hvítar. EEnnnn amma fór í búðina að kaupa rautt og hvítt í vestið, þá sá ég að steingrátt var svo fínt með rauðu að ég breytti þessu aðeins. Svo kom ég heim og byrjaði að fitja upp með steingráu garni sem að ég átti og þá var hægt að skila þessari dokku sem að ég var að kaupa. En vitir menn, nú fannst ömmu svo flottur steingrái liturinn að ég hringdi í mömmuna og sagði henni að vestið yrði mikið fallegra steingrátt og með einhverjum öðrum lit í stroffinu. Mamman er svo græn að það var ákveðið að hafa fallega grænan lit með og svo væri þetta mikið sniðugra þá er hægt að nota vestið allt árið þegar maður á að vera fínn. Hérna getið þið séð byrjunina á þessu vesti og amma er að fara út í búð að skipta öllum litunum sem ég keypti í gær því að ég átti nóg í heilt vesti. Svona á maður allt mögulegt ofan í kistu, þegar maður fer að gramsa.
Takk fyrir og hafið það sem allra best
Kv Soffía frænka
Friday, November 6, 2009
Í minningu um tengdamóður mína
21. október misstum við góða og mikla hannyrðakonu. Hún tengdamamma var orðin 93 ára gömul og sat ennþá og prjónaði röndótta sokka og vettlinga daginn út og inn. Hún var heilsuhraust miðað við aldur, en datt eina nóttina og braut á sér ökklann og í kjölfarið þurfti að svæfa hana og negla saman brotið. Hún þoldi ekki svæfinguna og fékk lungnabólgu og dó 10 dögum seinna. þetta var erfiður tími og tók mikið á okkur öll og þá sérstaklega einkasoninn og hennar besta vin. Sigurlaug var mikil hannyrðakona á sínum yngri árum og lærði meðal annars fatasaum á Borðeyri árið 1932. Við höfðum alltaf um eitthvað að tala ég og hún tengdamamma vegna þess að við áttum okkur sameiginleg áhugamál. Blessuð sé minning góðrar konu.
Á meðan við sátum yfir henni á spítalanum þá var ég að sjálfsögðu með handavinnu með mér og heklaði meðal annars þennan trefil sem á að vera jólagjöf handa tengdadóttur okkar (hún veit ekkert af þessu bloggi svo að þetta er nú í lagi). Hann er heklaður úr Kanni garninu og það kom mér mikið á óvart hvað það er gaman að vinna úr því. Maður veit aldrei hvaða litur kemur næst og svo eru skilin á milli litana svo skemmtileg. Þó var það á einum stað sem að garnið hefur verið sett saman og það sáust greinilega vitlaus skil. Eins og flestir vita sem þekkja mig þá er bleikur litur alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá mér og kannski var það ástæðan eða eitthvað annað, að ég naut þess alveg sérstaklega að sjá hvernig þetta mynstur kom út. Það var eins og að hekla fallega blúndu. ;o)
Núna undanfarið hef ég verið að prjóna klúta og fann þetta mynstur á netinu. Því miður veit ég ekki hvernig ég á að setja link á þetta. (Helga hjálp) Þessi uppskrift er afar einföld og gaman að prjóna hana og þarf ekkert að hugsa mikið, sem er stundum gott.
Auðvitað er ég búin að vera að gera hellings handavinnu en það er ekki hægt að birta allt hérna svona rétt fyrir jólin ;o)
Hafið þið það nú sem allra best
Kv Soffía frænka
Á meðan við sátum yfir henni á spítalanum þá var ég að sjálfsögðu með handavinnu með mér og heklaði meðal annars þennan trefil sem á að vera jólagjöf handa tengdadóttur okkar (hún veit ekkert af þessu bloggi svo að þetta er nú í lagi). Hann er heklaður úr Kanni garninu og það kom mér mikið á óvart hvað það er gaman að vinna úr því. Maður veit aldrei hvaða litur kemur næst og svo eru skilin á milli litana svo skemmtileg. Þó var það á einum stað sem að garnið hefur verið sett saman og það sáust greinilega vitlaus skil. Eins og flestir vita sem þekkja mig þá er bleikur litur alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá mér og kannski var það ástæðan eða eitthvað annað, að ég naut þess alveg sérstaklega að sjá hvernig þetta mynstur kom út. Það var eins og að hekla fallega blúndu. ;o)
Núna undanfarið hef ég verið að prjóna klúta og fann þetta mynstur á netinu. Því miður veit ég ekki hvernig ég á að setja link á þetta. (Helga hjálp) Þessi uppskrift er afar einföld og gaman að prjóna hana og þarf ekkert að hugsa mikið, sem er stundum gott.
Auðvitað er ég búin að vera að gera hellings handavinnu en það er ekki hægt að birta allt hérna svona rétt fyrir jólin ;o)
Hafið þið það nú sem allra best
Kv Soffía frænka
Wednesday, October 28, 2009
Vettlingar
Nú hef ég ekkert verið að setja hér inn í svolítinn tíma vegna þess að nú er jólatíminn og jólagjafaundirbúningur í fullum gangi hérna hjá mér.
Ég set nú samt inn vettlinga sem að ég gerði um daginn. Þeir eiga að vera eins og Nemo fiskurinn og hafa slegið í gegn í vinnunni og í Handavinnuhúsinu hér í Borgarnesi. ;o) Þeir eru svo skemmtilegir og auðveldir að prjóna. Bara rendur og svo saumaði ég auga, munn og heklaði svo ugga. Gæti ekki krúttlegra verið.
En í firra gerði ég þessa snjókarla vettlinga og þeir eru búnir að ganga eins og eldur um sinu hjá konunum í Féló. Þeir eru líka svo einfaldir, en á sama tíma svo flottir fyrir litlar hendur. Ein konan gerði meira að segja húfu í stíl og sló alveg í gegn hjá einhverjum litlum gutta.
Takk fyrir
Soffía frænka
Ég set nú samt inn vettlinga sem að ég gerði um daginn. Þeir eiga að vera eins og Nemo fiskurinn og hafa slegið í gegn í vinnunni og í Handavinnuhúsinu hér í Borgarnesi. ;o) Þeir eru svo skemmtilegir og auðveldir að prjóna. Bara rendur og svo saumaði ég auga, munn og heklaði svo ugga. Gæti ekki krúttlegra verið.
En í firra gerði ég þessa snjókarla vettlinga og þeir eru búnir að ganga eins og eldur um sinu hjá konunum í Féló. Þeir eru líka svo einfaldir, en á sama tíma svo flottir fyrir litlar hendur. Ein konan gerði meira að segja húfu í stíl og sló alveg í gegn hjá einhverjum litlum gutta.
Takk fyrir
Soffía frænka
Thursday, October 15, 2009
Púðinn búinn
Hérna kemur púðinn sem að ég var að gera um daginn. Ég er ekkert voða ánægð með hann en ég hlít að venjast honum. Hann er frekar lítill, sem var viljandi gert, svo að það var eitthvað erfitt að fá fyllingu í hann sem passaði. Loksins þegar ég svo keypti lítinn púða í RL búðinni sem að ég hélt að passaði þá var hann frekar stór og eitthvað ólögulegur finnst mér. En semsagt hann er búinn og kominn á rúmið og gaf mér líka hugmynd af öðrum púða sem að ég get gert. Hann á að vera ílangur eins og karmella í laginu og auðvitað með blómum og blúndum eins og litli púðinn.
Ég er svo fljótfær stundum að ég fer fram úr sjálfri mér. ;O) Ég gerði húfu á Ameliu í vikunni, hún var hvít, prjónuð með klukkuprjóni úr Alfa garni og stórt blóm á hliðinni. Voða fín húfa sem dúllan er ægilega ánægð með. Ég gleymdi auðvitað að taka mynd af henni svo að það kemur seinna.
Svo gerði ég líka svo sæta Nemo vettlinga sem komu bara vel út, en fór með þá í vinnuna og skildi þá eftir þar og tók ekki mynd. En það er líka allt í lagi ég geri það bara seinna og þá fáið þið að sjá hvað þeir eru fínir.
Bestu kveðjur á afmælinu mínu.
Soffía frænka
Tuesday, October 13, 2009
Ný húfa á Diamond
Hérna kemur húfan á prinsinn hennar ömmu. Hann vildi röndótta húfu með ljósbláum og dökkbláum röndum. Hann er svo ákveðinn þegar að það kemur að einhverju sem amma á að prjóna. ;o)
Í sumar teiknaði hann mynd af peysu og rétti mér, svo sagði hann “amma nú getur þú prjónað svona munstur í peysu næst„
Ég geymdi þetta að sjálfsögðu á voða góðum stað, en auðvitað núna þegar mér datt þetta í hug þá finn ég ekki þennan góða stað. :o)
Ég gerði líka dreka húfu á hann í firra, þá vildi hann svona dreka peysu líka með vængjum. lol Ég fékk auðvitað miklar og góðar lýsingar á þessari peysu, sem að ég ætlaði alltaf að gera á hann, en varð aldrei neitt úr hjá mér. hann er engum öðrum líkur þessi litli gutti minn.
Í sumar teiknaði hann mynd af peysu og rétti mér, svo sagði hann “amma nú getur þú prjónað svona munstur í peysu næst„
Ég geymdi þetta að sjálfsögðu á voða góðum stað, en auðvitað núna þegar mér datt þetta í hug þá finn ég ekki þennan góða stað. :o)
Ég gerði líka dreka húfu á hann í firra, þá vildi hann svona dreka peysu líka með vængjum. lol Ég fékk auðvitað miklar og góðar lýsingar á þessari peysu, sem að ég ætlaði alltaf að gera á hann, en varð aldrei neitt úr hjá mér. hann er engum öðrum líkur þessi litli gutti minn.
Saturday, October 10, 2009
Húfa á íslenska prinsessu
Þessi skotthúfu uppskrift er nýjustu Húsfreyjunni. Ég gerði hana á Belluna hennar ömmu sín, í hennar litum að sjálfsögðu. ;o) Hún er prjónuð úr Dalagarninu Free stile og það kemur voða vel út og stingur ekki. Ég á eftir að þvo hana og pressa svolítið og þá verður hún voða flott. Þetta tók bara eina kvöldstund svo að nú er ég að fara í búðina og kaupa fallega liti á lítinn prins sem verður að fá skotthúfu líka frá ömmu í sveitinni.
Kv Soffía frænka
Wednesday, October 7, 2009
Og meiri handavinna
Nú ætla ég að setja inn eitthvað af því sem ég er búin að vera að gera undanfarið.
Peysuna var ég að klára og er farin að nota hana en það tók smá tíma að velja tölur á hana. Ég vildi fá rauðar hreyndýratölur en þær voru ekki til svo ég fór í Ullarselið og hitti þar Ástrúnu sem gerir þessar fínu tölur úr kindahornum og litar í nokkrum litum. Ég valdi að sjálfsögðu rauðar og er bara ánægð með þær kanski líka vegna þess að þær eru frekar grófar og ekki allar jafn þykkar.
Flösku jólasveinninn og peysan eru fyrir vinnuna og sló alveg í gegn svo að næsta miðvikudag ætla allar að mæta með rauðan og hvítan lopa til þess að við getum allar gert svona saman. Ég er búin að gera uppskrift af þessu fyrir þær (ég á ekki hugmyndina en skrifa niður lykkjufjölda og mynstur til að auðvelda þeim verkið) ;o)
Blómin eru bara della hjá mér þessa dagana og ég veit í rauninni ekkert hvað ég á að gera við þau en ég finn eitthvað út úr því. Ég er með nokkarar góðar hugmyndir í kollinum og í bígerð.
Svo eru það nú jólasokkarnir, þennan ljósa gerði ég eftir uppskrift sem að ég keypti í Bandaríkjunum í vor, en af því að konunum líkar betur við það sem er prjónað þá bjó ég til uppskrift af prjónuðum sokk og blómið sem er ekki fast ennþá er gert eftir bókinni minni góðu sem að ég er búin að vera að tala um í öðrum bloggum og minnist ekki á frekar. ;o)
Já svo er það nú buddan mín sem geymir öll blómin, hún er gerð úr bútum og uppskriftin er í hausnum á mér. Svona er nú svo margt af því sem að maður gerir, bara út í loftið en er með eitthvað í huga sem að kannski maður hefur séð einhverstaðar.
Nóg með þetta raus, nú skuluð þið bara njóta þess að skoða myndirnar.
Kveðja Soffía frænka
Peysuna var ég að klára og er farin að nota hana en það tók smá tíma að velja tölur á hana. Ég vildi fá rauðar hreyndýratölur en þær voru ekki til svo ég fór í Ullarselið og hitti þar Ástrúnu sem gerir þessar fínu tölur úr kindahornum og litar í nokkrum litum. Ég valdi að sjálfsögðu rauðar og er bara ánægð með þær kanski líka vegna þess að þær eru frekar grófar og ekki allar jafn þykkar.
Flösku jólasveinninn og peysan eru fyrir vinnuna og sló alveg í gegn svo að næsta miðvikudag ætla allar að mæta með rauðan og hvítan lopa til þess að við getum allar gert svona saman. Ég er búin að gera uppskrift af þessu fyrir þær (ég á ekki hugmyndina en skrifa niður lykkjufjölda og mynstur til að auðvelda þeim verkið) ;o)
Blómin eru bara della hjá mér þessa dagana og ég veit í rauninni ekkert hvað ég á að gera við þau en ég finn eitthvað út úr því. Ég er með nokkarar góðar hugmyndir í kollinum og í bígerð.
Svo eru það nú jólasokkarnir, þennan ljósa gerði ég eftir uppskrift sem að ég keypti í Bandaríkjunum í vor, en af því að konunum líkar betur við það sem er prjónað þá bjó ég til uppskrift af prjónuðum sokk og blómið sem er ekki fast ennþá er gert eftir bókinni minni góðu sem að ég er búin að vera að tala um í öðrum bloggum og minnist ekki á frekar. ;o)
Já svo er það nú buddan mín sem geymir öll blómin, hún er gerð úr bútum og uppskriftin er í hausnum á mér. Svona er nú svo margt af því sem að maður gerir, bara út í loftið en er með eitthvað í huga sem að kannski maður hefur séð einhverstaðar.
Nóg með þetta raus, nú skuluð þið bara njóta þess að skoða myndirnar.
Kveðja Soffía frænka
Friday, October 2, 2009
Bókin mín - blómin mín ;o)
Nú eru komin nokkur blóm og helmingur af púðanum sem ég er að gera.
Þetta er ég að hugsa um að setja á púðann þegar ég er búin með hann. Hvernig líst ykkur á? Það sem er undir blómunum er púðaborðið, liturinn er svo fallega grænn að það verður allt fallegt sem sett er á hann.
Næst þegar þið sjáið púðann minn, þá verður hann vonandi búinn.
Þangað til, hafið það gott.
Kv Soffía frænka
Þetta er ég að hugsa um að setja á púðann þegar ég er búin með hann. Hvernig líst ykkur á? Það sem er undir blómunum er púðaborðið, liturinn er svo fallega grænn að það verður allt fallegt sem sett er á hann.
Næst þegar þið sjáið púðann minn, þá verður hann vonandi búinn.
Þangað til, hafið það gott.
Kv Soffía frænka
Thursday, October 1, 2009
Ég fékk nýja bók í gær :o)
Ég var svo heppin að fá nýja bók í póstinum í gær áður en ég fór í vinnuna. Þessi bók heitir “100 Flowers to knit and Crochet„ og er hreint út sagt frábær.
Í morgun hef ég svo bara heklað blóm og laufblöð eins og vitlaus manneskja. Ég er búin að gera rós, rósarknúpp og rósarlaufblöð, og jú svo varð ég að prófa einn “akron„ (ég man ekki í augnablikinu hvað það heitir á íslensku). Svo er það nú bara hvað ég á að gera við öll þessi blóm. Ég sá voða fallegan heklaðan púða á netinu um daginn og hann kæmi vel til greina vegna þess að ég get sett blómin á hann. Ég set mynd af honum þegar hann er búinn.
Í gær í vinnunni kom kona með svo sniðugan prjónaðan jólasvein til að smeygja yfir flösku. Hann er gerður úr tvöföldum lopa og ég verð auðvitað að gera svona jólasvein. Ég er búin að prjóna hann en á eftir að sauma hann saman og gera skegg og augu, tek mynd þegar ég er búin með hann.
Um daginn keypti ég bókina “Hlýjar hendur„ hún er ágæt, en ekki gott að fara eftir uppskriftunum en af því að ég er ekki byrjandi þá gat ég nú reddað mér með góðu stækkunargleri og þetta er afraksturinn.
Hafið það svo sem allra best.
Kv Soffía frænka
Í morgun hef ég svo bara heklað blóm og laufblöð eins og vitlaus manneskja. Ég er búin að gera rós, rósarknúpp og rósarlaufblöð, og jú svo varð ég að prófa einn “akron„ (ég man ekki í augnablikinu hvað það heitir á íslensku). Svo er það nú bara hvað ég á að gera við öll þessi blóm. Ég sá voða fallegan heklaðan púða á netinu um daginn og hann kæmi vel til greina vegna þess að ég get sett blómin á hann. Ég set mynd af honum þegar hann er búinn.
Í gær í vinnunni kom kona með svo sniðugan prjónaðan jólasvein til að smeygja yfir flösku. Hann er gerður úr tvöföldum lopa og ég verð auðvitað að gera svona jólasvein. Ég er búin að prjóna hann en á eftir að sauma hann saman og gera skegg og augu, tek mynd þegar ég er búin með hann.
Um daginn keypti ég bókina “Hlýjar hendur„ hún er ágæt, en ekki gott að fara eftir uppskriftunum en af því að ég er ekki byrjandi þá gat ég nú reddað mér með góðu stækkunargleri og þetta er afraksturinn.
Hafið það svo sem allra best.
Kv Soffía frænka
Tuesday, September 29, 2009
Sextán Fjólur
Hérna kemur dúkur sem að ég var að gera. Ég fann þessa uppskrift á netinu og varð að prófa hana úr því að ég er svo hrifin af Fjólum. Ég var búin að hugsa mikið um hvaða liti ég ætti að nota og var alveg tilbúin að skreppa til Reykjavíkur til að leita af heklugarni í réttum litum. En hvað haldið þið, Gulla í vinnunni kom með poka af bómullargarni og spurði hvort að einhver gæti notað þetta garn, fjólublátt, gult og grænt. ;o) Frábært. Ég er að hugsa um að hafa þennan dúk í fellihýsinu okkar, hann væri flottur þar með fjólulöbernum sem að ég saumaði úr bútasaum í sumar og hef notað á borðinu í fellihýsinu.
Monday, September 28, 2009
Handavinna
Nú ætla ég að setja inn nokkrar myndir af handavinnu sem að ég er búin að vera að gera undanfarið.
Ég var að nota afganga af léttlopa sem að ég á svo mikið af og gerði nokkur sokkapör á litlar fætur.
Svo eru það leikskólakrakkarnir, þeir þurfa alltaf svo mikið af sokkum og vettlingum.
Þetta er vesti sem að ég var að enda við að gera og ætla að selja. Það er úr tvöföldum lopa og græni liturinn er þessi cintarmani litur sem kom óvart í verslanirnar í firra.
Þetta er kjóll sem að ég gerði á Karlottu úr einföldum lopa og kitty garni hún valdi litina og munstrið og er hæstánægð með mömmu sína.
Ég var að nota afganga af léttlopa sem að ég á svo mikið af og gerði nokkur sokkapör á litlar fætur.
Svo eru það leikskólakrakkarnir, þeir þurfa alltaf svo mikið af sokkum og vettlingum.
Þetta er vesti sem að ég var að enda við að gera og ætla að selja. Það er úr tvöföldum lopa og græni liturinn er þessi cintarmani litur sem kom óvart í verslanirnar í firra.
Þetta er kjóll sem að ég gerði á Karlottu úr einföldum lopa og kitty garni hún valdi litina og munstrið og er hæstánægð með mömmu sína.
Subscribe to:
Posts (Atom)