Thursday, November 13, 2008

Rólegheit í stressinu

Jæja nú er nú ekki mikið að segja hérna á Þórðargötunni, fimmtudagur og ég þarf ekki að vinna, sækja börnin eða gera neitt nema það sem ég vil sjálf. Gunnar er að vinna í allan dag og því er ég ein að dunda mér. Í morgun er ég búin að vera að breyta síðunni minni og fikta svolítið og prófa eitthvað nýtt. Svo er ég líka búin að lesa bloggin sem ég hef gaman af hjá mínum góðu vinum og vandamönnum. Alltaf gaman að því.
Í gær var ég í vinnunni og lærði að perla eins og konurnar eru alveg rosa klárar að gera. Ég fór að sjálfsögðu í búðina og keypti það sem til þurfti og byrjaði að perla. Þetta gekk svo vel að ég kláraði næstum því hring til að setja á kertastjaka fyrir jólin voða fallegur, en svo skildi ég ekkert í því að grænu perlurnar voru komnar út um allt borð og þegar ég fór að gá þá var allt að detta í sundur og ég mátti rekja allt upp. ARRRRG. Jæja en Karlotta mín var að fylgjast með mömmu sinni og skildi ekkert í því að ég væri ekki reið yfir þessu, ég sagði henni auðvitað, barninu, að maður ætti ekki að reiðast yfir svona löguðu og brosti voða sætt (ekki inni í mér, þar voru öskur og læti). En í morgun byrjaði ég svo upp á nýtt.
Núna er ég líka farin að hafa áhyggjur af bókinni minni sem á að vera tilbúin eftir svona hálfan mánuð, útprentuð. Hún er ekki næstum því tilbúin. Það þýðir ekkert að vera að þessu slóri, nú er bara að fara að taka til hendinni og klára þetta verkefni.
Þetta er orðið gott í bili.
Until next time

Monday, November 10, 2008

Gull og 2 silfur

Það var Lottómót í dans um helgina, og stelpurnar mínar unnu báðar silfur í standard Ballroom. þetta var alveg frábært þar sem Karlotta og Stella eru nýlega byrjaðar að dansa saman og ekki verið neitt að æfa aukalega. Amelia og Stefnir fóru auðvitað á kostum og unnu silfur í Ballroom og gull í latín. Þau voru búin að vinna sér þetta inn, þar sem þau eru svo dugleg að æfa sig og hafa verið svo samviskusöm.
Mamman var auðvitað þarna að horfa á lillurnar sínar allan daginn, en eftir svona 10 tíma törn þá var mín nú orðin heldur leið. Við lögðum af stað heim og keyptum okkur samlokur og nammi á leiðinni og vorum komnar heim kl 10:30 um kvöldið. Karlotta mín var sofnuð áður en 10 mín voru liðnar frá því að við komum heim og við Amelia nokkrum mínútum síðar.
En sigurvíman entist alla helgina og er ekki farin af okkur ennþá. Í firrakvöld vorum við svo að horfa á fréttir og vitir men, var ekki sýnt frá danskeppninni og Amelia og Stefnir komu þarna í sjónvarpið og aftur daginn eftir í einhvern íþrótta þátt. Gaman gaman.

Monday, September 29, 2008

Það er komin niðurstaða

Í gær þegar A fór í dans, þá kom þetta fyrir aftur og E hringdi í mig til að segja mér að þetta sé óhugnarlegt. Ég fór svo með hana til læknis í dag, og þar fengum við niðurstöðu á þessu dularfullu verkjum og öndunarerfiðleikum. Hún er greyið með magabólgur sem myndast af stressi og kvíðaköst sem orsaka að hún andar of mikið og því svimar henni og fær þennann skjálfta. Hún á að taka inn töflur við maganum og anda í poka ef þessir öndunarerfiðleikar koma aftur. Hún er svo viðkvæm að við verðum að passa að hún sé ekki að taka inn á sig erfiðleika annara. Ég er búin að tala við skólastjórann og hann ætlar að tala við íþróttakennarann og passa að hann sé ekki að reka á eftir henni í keppni og annað. Svo verður þetta bara að jafna sig, en það er þvílíkur léttir að vita núna hvað er að litlu stelpunni minni.

Annars er allt fínt að frétta héðan, ég er alltaf að tálga og er farin að sauma í aftur. Dúkurinn sem ég keypti í fyrra og gaf mér eins langann tíma og ég þyrfti er kominn fram aftur og mín núna á fullu í “Harðangri og klaustri“. Þetta er 12 manna dúkur sem passar á borðstofuborðið hjá mér. Ótrúlega fallegur og bara gaman að sauma hann.

Ég er að reyna að tálga eitthvað á hverjum degi, til að ná góðum tökum á þessari list. Hingað til hefur það tekist og vel það, því að þetta er svo gaman. Ég er til dæmis búin að tálga handa næstum öllum krökkunum eitt stikki og svo eru jólasveinarnir litlu alveg frábærir og ég er búin að gera 10 stikki af svoleiðis og þarf að gera 10-20 í viðbót. Svo eru karlar og laufblöð og allskonar skemmtilegt dót sem príðir nú eldhúsgluggann minn.

Í dag fór ég svo og keypti mér Linditrés kubb til að læra að skera út myndir. Mamma ætlar að kenna mér hvernig það er gert. Ég er viss um að það er alveg frábærlega gaman. Ég er svo spennt í að byrja að ég get ekki beðið eftir að mamma komi á föstudag með mynd og sína kunnáttu. En það er víst nóg af öðru að gera hjá mér.

Í gær spurði GG mig hvort að ég vildi ekki nota tímann sem ég er heima og læra að spila á eitthvert hljóðfæri :). Ég sagði auðvitað já, ég ætla að tala við Steinku og fá hana til að kenna mér á píanó í vetur. Það er brjálað að gera hjá minni hvort sem
er.

K er alltaf sama dúllan, hún er komin með stelpu að dansa við. Við erum voða ánægð með það, þó að það sé önnur stelpa þá er það betra en enginn. Nú verur mamma hennar K að fara að sauma kjóla bæði fyrir latín og ballroom. Ég er bara sátt við það því að mér líkaði ekki alveg við kjólinn hannar hvort sem er og svo eru kjólarnir hennar Stellu svo fallega bleikir. ;)

Jæja þetta er orðið gott í bili

Wednesday, September 24, 2008

Amelia til læknis

Þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Skólastjórinn hringdi í mig í morgun og sagði mér að A hefði misst andann í sundi í dag. Eftir að tala við hann komumst við að því að hún hefði sennilega fengið kvíðakast og þar af leiðandi ekki getað andað. Hún vildi ekki að ég kæmi að sækja hana, svo að ég gerði mig bara tilbúna til að fara í vinnu (fyrst að það er nú miðvikudagur og eini dagurinn sem ég vinn). C var komin að þrífa og ég að gera mig til þegar síminn hringdi aftur og þá var það kennarinn hennar og þetta hafði komið fyrir aftur. Ég sagði náttúrulega að ég kæmi núna að ná í hana og sendi svo GG. Hann sannfærði mig um að allt væri í lagi, hann yrði heima og ég fór svo bara í vinnu. Þegar ég var komin í vinnuna þá hringdi hann og sagði mér að hann færi með hana til R-víkur til læknis og ég þyrfti ekki að koma með. Ég sagði G frá þessu og hún rak mig heim, sagði að ég ætti að fara með henni. Vinna er bara vinna en líf er líf (yfirmanneskjan mín). Hún er með bólgur í kviðarholinu og fékk sennilega kvíðakast út frá verkjunum. Greyið mitt hvað hún hefur verið hrædd. En nú er hún komin í rúmið og er að fara að sofa og allt í lagi nema þessar bólgur sem að við vitum ekki hvar eru. Blóðprufurnar koma svo eftir einn til tvo daga. Ég læt ykkur vita hvernig gengur með þetta seinna.
Bæ for now

Tuesday, September 16, 2008

Þriðjudagur

Þessa dagana er ég nú alvarlega að hugsa um það hvernig fólk hefur tíma til þess að vinna. Ég er semsagt alveg á fullu þessa dagana og vinn bara einn dag í viku í þrjá tíma. Ég er alltaf á fullu að gera eitthvað en ætti að vera að gera annað (skiljið þið hvað ég meina).

Semsagt þá er ég að undirbúa vinnuna á morgun í dag. Ég fór niður í fjöru að tína steina til þess að mála á á morgun. Svo var nú að þvo steinana og nú eru þeir að þorna á ofninum. Í kvöld þarf ég svo að mála einhverjar myndir á steinana og sína konunum og kenna þeim á morgun.

Í gær fór GG í ristilspeglun og hún kom svona líka flott út. Það fannst einn sepi sem var brendur í burtu en allt annað var fínt. skurðurinn hafði gróið svona líka fínt og allt í lukkunar standi. Guði sé lof.

Ég notaði tímann til að fara í búðir og keypti mér útskurðar hníf. Hann var loksins kominn og ég fór svo að prófa hann þegar ég kom heim. Ég setti upp kartöflur og henti kjöti inn í ofninn og svo byrjuðum við Karlotta að skera út. Ég varð voða pirruð þegar ég svo þurfti að taka allt af borðinu til að gefa þeim að borða. En svo þegar GG fór í vitjun þá notaði ég tækifærið og tók allt upp aftur og allt í einu heirðist í GG. Hann var kominn heim aftur og ég sem hélt að hann væri ekki farinn, hummmmmm. Nei en þetta er svo gaman að maður gleymir sér alveg. Svo í morgun þegar allir voru farnir út úr húsinu þá tók ég þetta fram aftur og gerði svolítið. Gaman gaman.

Nú er víst kominn tími til að sækja stelpurnar mínar í skólann. Þar til næst, bæ bæ.

Thursday, September 11, 2008

Jólagjafirnar í undirbúningi

Nú er ég búin að vera á fullu í námskeiði sem heitir „Lesið í skóginn- tálgað í tré“. Þetta var svo gaman, ég gerði nú ekki mikið en sammt eitthvað. Það sem ég gerði var -smjörhnífur, tertuspaði, skeið í saltið (pínulítil), bolla, og tilraun með fugl. Þetta hljómar nú aldeilis vel, en trúið mér þetta var ekki mjög flott. En nú kann ég þetta og get haldið áfram að æfa mig og verð ábyggilega mjög góð eftir einhvern tíman. Ég set inn myndir seinna af þessu afreki.

Allt gengur vel, ég er farin að vinna við Félagsstarf aldraðra einn dag í viku og byrjaði í gær. Það var bara voða gaman og ég held að ég hafi staðið mig vel (vona það allavegana).


Nú er ég að vinna að jólagjöfunum sem að ég ætla að búa til í ár. Það gengur voða vel og þið fáið að sjá það um jólin hahahah. Voða spennandi. En ég er svo spennt yfir þessu að ég hugsa ekki um annað og vinn að þessu á hverjum degi og ég vona að allir verði ánægðir.

Monday, September 1, 2008

Click to play Yndisleg börn
Create your own scrapbook - Powered by Smilebox
Make a Smilebox scrapbook

Gaman, gaman

Nú er aldeilis gaman hjá minni. Ég var að finna þennan link á skrapbook síðu og er að verða vitlaus. Það er eins gott að mín er ekki að vinna úti núna, svo að ég hafi nóg af tíma til að leika mér. ÉG sé alveg fyrir mér síðu með jólamyndum aðra af útilegum og enn aðra af ferðalögum utanlands....... humm allt of mikið að gera hjá mér núna.
En semsagt þá fór GG að vinna í dag og stelpurnar eru að byrja í tónlistaskólanum núna á eftir og dans á morgun. Brjálað að gera. Verð að fara að keyra þær á æfingu núna.
Click to play Check out my Smilebox
Create your own scrapbook - Powered by Smilebox
Make a Smilebox scrapbook
Click to play Litla stelpan mín
Create your own postcard - Powered by Smilebox
Make a Smilebox postcard

Thursday, August 21, 2008

Loksins búin

Jæja nú er ég loksins búin í skólanum, var í vistfræðiprófinu í morgun. Ég er næstum viss um að ég hafi náð þessu, vona það að minsta kosti. Nú er ég orðin húsmóðir og verð svo að vinna einn dag í viku í félagsstarfi aldraðra, þrjá tíma á miðvikudögum að hjálpa til við handavinnu. 
Stelpurnar eru að koma á eftir og svo byrjar skólinn hjá krökkunum á morgun. Ég er voða heppin að ég þarf ekki að keyra alla daga bara á föstudögum og svo sæki ég á þriðjudögum og kannski miðvikudögum. 
Við erum að fara í útilegu á morgun, ætlum á Hellu á Landbúnaðarsýningu. Það verður voða gaman fyrir stelpurnar og okkur líka. 
Ok kem á eftir helgi.

Monday, August 18, 2008

BS ritgerðin komin inn



Jæja nú er ég á fullu að lesa undir próf í vistfræði. Það finnst mér svo erfitt, en ég get þetta alveg og mun ná þessu prófi. 

Ég er líka voða dugleg í garðinum mínum þó að ég ætti kanski ekki að segja frá því. Ég er búin að setja niður loksins Kasmírreynirinn. Hann er á nokkuð góðum stað, en svolítið í miðjum garði. En maður verður víst að gera ráð fyrir að þetta vaxi og verði stórt. 
Í gær söguðum við niður Birkitré og Sitkagreni sem voru fyrir og ég gerði svo sætt hjarta úr greinunum.  Við ætlum að setja það upp hjá eldhúsglugganum og ég ætla líka að setja hvít ljós í þetta og hafa voða sætt í vetur. 

GG er líka búinn að vera svo duglegur í garðinum, hann er búinn að grafa upp meðfram húsinu og ætlar að setja dúk upp við vegginn og svo setja möl eins og á að gera til þess að það komi ekki vatn inn í húsið eins og í fyrra. 

Thursday, August 14, 2008

Úlfareynir

Já nú er ég í stuði. Áðan fór ég í Grenigerði og keypti mér Úlfareynir, Koparreynir og Hansarós. Þegar ég kom heim þá fór ég út að planta þessu, en.... viti menn, ég fór bara til þess að kaupa Hansarós og eitt runnatré og því get ég ekki komið Koparreynirnum niður. Hann passar ekki inn í planið hjá mér strax, svo að nú verður mín að fara að hugsa og plana. Ég er að reyna að koma upp skjóli hjá mér fyrir vindinum,  það er nú ekki mikill vindur en sammt alltaf eitthvað. 
Nú er ég að verða búin með kjólinn minn, bara önnur öxlin eftir. Ég mátaði hann í dag og hann er voða flottur og passar vel. Það er alltaf svo gaman að klára eitthvað sem maður er að gera.
Stelpurnar mínar koma heim á morgun, það sem ég er orðin spennt. Við erum búin að ákveða að fara suðureftir seinnipartinn á morgun og láta bjóða okkur í mat annað kvöld, svo verðum við bara á spjallinu þar til tíminn kemur að sækja prinsessurnar mínar. Þá verur nú lífið aftur venjulegt og það er GOTT. 

Wednesday, August 13, 2008

Nú er þetta að verða búið

Jæja nú er ég að prenta út ritgerðina og búin að tala við prentarann, henn er að gera forsíðuna fyrir mig og svo ætlar hann að binda ritgerðina inn fyrir mig. Jibbý það sem ég verð ánægð. Þetta er voða skrítin tilfinning að vera svona næstum búin með þennan áfanga í lífinu. Fyrst af mínu fólki til að klára háskólapróf, hummmm.... það er sko gaman. 
Jæja en semsagt C kom og þreif hérna hjá okkur í dag, það er alltaf svo gott þegar hún kemur. Hún hefur ekkert komið í sumar og við ekkert heirt í henni, en mamma hennar dó svo að hún fór út í jarðaförina og stoppaði eitthvað hjá fjölskyldunni. En það er allavegana gott að hún er komin aftur. 
M út á enda kom í heimsókn í dag, J er á Reykjalundi að ná sér eftir hjartaaðgerðina í vor og kemur bara heim um helgar. Hún fékk nýlagaða hjónabandsælu og kleinur. Ég var að taka hjónabandsæluna út úr ofninum þegar hún kom, það var nú ágætt því að hún M er svo myndarleg húsmóðir að maður fær alltaf veislu þegar maður kemur til þeirra. 
Í gærkveldi fór ég í handavinnuhúsið að prjóna aðeins með konunum, GG fór á meðan til vinar síns sem var að koma úr aðgerð. ég kom svo heim kl 10 og fór þá á tölvuna og vitir menn þar voru litlu stelpurnar mínar á tölvunni, svo að mamma fékk að sjá þær og tala við þær. 

Tuesday, August 12, 2008

Lokaspretturinn


Ég er búin að vera að skrifa í dag og er á lokasprettinum á ritgerðinni. Ég á semsé að skila henni á föstudag og er nokkuð viss um að þetta verður ekkert mál. Á morgun fer ég til prentarans og læt hann prenta út forsíðunni og svo geri ég restina nema að ég þarf að láta binda hana inn. 
Helgin var nokkuð góð hjá okkur, við fórum á pæjumót (ég var auðvitað boðuð) yeah right. Nei í alvöru þá voru stelpurnar að spila fótbolta og við tókum krakkana hennar B með. Það var voða gaman og amma var alveg á fullu allan daginn og datt svo út af á kvöldin með þeim litlu því að hún var alveg búin. Afi var að hugsa um hinar stelpurnar svo að hann gat lítið hjálpað ömmu. En þau muna þetta örugglega lengi því að þau fengu að sofa í tjaldi. :)
Jæja en nú erum við orðin ein í kotinu og þá er nú gaman. GG er búinn að vera að dunda sér í allan dag úti að mála og ditta að einu og öðru á meðan ég er inni að skrifa ritgerð (sem ég átti auðvitað að vera búin að fyrir löngu). Við fórum svo í bakaríið seinnipartinn og fengum okkur að borða og kíktum til mömmu hans á eftir og stoppuðum lengi hjá henni. Hún var voða ánægð því að dagarnir eru svo lengi að líða og henni leiðist svo þegar við komum ekki til hennar í nokkra daga. Lífið hjá henni gengur bara út á að sjá GG og okkur hin. Svona er að vera orðin 92 ára gömul. 
Nú er nóg komið í dag
 

Sunday, August 3, 2008

Í dag er ég búin að mála eldhúsgluggann og hurðina í eldhúsinu líka.  GG er búinn að vera úti í allan dag að slípa og pússa og mála vélsleðakerruna sína, nú er hann stopp því að honum vantar málingu. þetta eru búnir að vera mjög góðir dagar, mikið unnist af því sem við ætluðum að gara í sumarfríinu okkar.
B hringdi í mig í dag og bað mig um að fara yfir ritgerð hjá sér i kvöld. Henni gengur svo vel í þessum fögum sem hún er í og ég veit að henni á eftir að ganga vel í skólanum í vetur, hún er svo dugleg og samviskusöm. 
Ég talaði við H í gær, strákarnir eru að koma í dag heim frá Sharla, svo að nú verður aldeilis gaman hjá þeim. 
A og K eru að koma heim eftir 12 daga.... húrra. Ég er alveg tilbúin að fá litlu börnin mín heim aftur, þetta er búið að vera langt sumar, en vonandi er þetta nú síðasta sumarið. 

Saturday, August 2, 2008

Komin heim og voða dugleg!

Jæja nú erum við hætt að ferðast í bili og ætlum að reina að gera eitthvað hérna heima. Í dag máluðum við pallinn og ég kláraði að skrifa ritgerðina mína. 
Ég vaknaði kl átta í morgun og fór í Borgarnesskóla að taka myndir fyrir verkefnið mitt. Svo var nú bara setið við skriftir og hætti ekki fyrr en ég var búin.  Þá fór ég nú út og hjálpaði þeim að klára pallinn, til þess að ég gæti nú sagt að ég hafi hjálpað til. ;) 
Í kvöld ætlum við að fara í Skorradalinn þar sem Vignir og Inga eru með hjólhýsið sitt og sjá hvernig aðstæður eru. Það hefði nú verið gaman að fara með tjaldvagninn með og vera þarna yfir nótt. 
Ég var ekki búin að klára bloggið um ferðina okkar góðu svo að ég ætla að setjast niður einn daginn og klára. Svo erum við búin að fara í aðra ferð sem ég á alveg eftir að segja frá. Geri það einn daginn líka. 

Sunday, July 13, 2008

Komin heim.

Jæja nú erum við komin heim eftir langt ferðalag. Til að byrja með ætluðum við að fara suðurleiðina, en þegar við sáum veðurspána þá var hætt við suðurleiðina og norðurleiðin valin í staðin. Við lögðum frekar seint af stað og svo var auðvitað stoppað í Staðarskála (af einhverri ástæðu þá stoppar GG alltaf í Staðarskála og borðar) Við fengum okkur ekki svo góðan mat og héldum svo aftur að stað. Nú var farið alla leið að Blöndós og þar var ákveðið að stoppa og fista um nóttina. Við vorum auðvitað með Tjaldvagninn okkar (sem er voða töff að hafa), ennnn... við leigðum okkur bústað yfir nóttina og gistum í honum. Þar var heitur pottur sem var farið í um kvöldið og svo lögðum við að stað um tvö næsta dag. Nú var farið alla leið að Akureyri og deginum eitt í búðarráp og svoleiðis nauðsynlega hluti. Þegar við lögðum af stað frá Akureyri þá var klukkan orðin svo margt að við nenntum ekki að keyra lengi, svo að nú var farið á Stórutjarnir (Hótel Edda ) um hálftíma frá Akureyri. Þar gistum við í góðu yfirlæti um nóttina (ennþá með töff vagninn aftan á bílnum). Nú þegar við vöknuðum þá varð nú aldeilis að taka á honum stóra sínum, því að nú urðum við að vera á Djúpavogi um kvöldið, því að það átti að skíra litla kút daginn eftir. Við stoppuðum í Jökuldalnum og fengum okkur að borða á Skjöldólfsstöðum í Jökuldalnum. Það var ágætt en ekki aftur. Svo var næsta stopp á Egilstöðum og þá var ákveðið að fara norðurleiðina til baka aftur því að GG er ekkert hrifinn af suðurleiðinni (ekkert að sjá þar). Við vildium semsagt kanna austfirði betur. Nú við vorum komin klukkan svona nínu um kvöldið á Djúpavog og ákváðum að þvo bílinn og tjaldeðalvagninn líka. En vitir menn Djúpavogur er svo lítill að Árni sá okkur koma inn í þorpið og kom til okkar. Við tjekkuðum okkur inn í kofann sem við áttum pantaðan og opnuðum alla glugga því að liktin var vægast sagt vond þarna inni (eins og hestalikt). Ekki halda að við værum ekki með eðalvagninn líka henn fékk bara að vera á bílastæðinu voða töff. Þá var farið að skoða litla gripinn, svo sætan og fínann. yndislegur lítill strákur. Við stoppuðum voða stutt þarna hjá þeim, því að þau voru í fullum fermingar og skírnar undirbúningi. Við mættum svo í kirkjuna klukkan tíu mínútur í ellefu daginn eftir og enginn nema presturinn kominn, hummm. Við fórum að hugsa hvort að við hefðum tekið vitlaust eftir en þá fóru allir að tínast í kirkjuna (ekkert stress þarna). Litli kútur var skírður Birkir Árni, sem er reglulega flott nafn á litla snáðann.  Svo var auðvitað veisla á eftir og allt það sem fylgir svona dögum. Við fengum aldrei að sjá hvað hann fékk í skírnargjöf því að það er víst ekki til siðs að opna gjafir svo aðrir sjái. 
Daginn eftir fórum við svo út í Papey og eyddum deginum þar, voða sniðugt að hafa séð eynna. svo var haldið í hann og ég orðin svolítið óþolinmóð að komast burt frá þokunni sem var búin að vera þarna síðan við komum. Við keyrðum ekki lengi, heldur fórum á Staðarborg í Breiðdalsvík og gistum þar á fínu hóteli (og eðalvagninn alltaf út á bílastæði). 
Um morguninn lögðum við svo af stað og komumst nú alla leið að Atlavík, þá var veðrið orðið svo gott að við ákváðum að setja nú upp eðalvagninn og fara í sólbað. Frábært veður og við urðum voða ánægð eftir alla þokuna á Djúpavogi. 
Daginn eftir fórum við svo á Kárahnjúka og skoðuðum stífluna sem verið er að gera þar. Svo var farið að skoða eitthvað fleira sem stíflunni við kom. Það var auðvitað þoka alla leið og ekkert hægt að sjá, ekki einu sinni næstu stiku. Ennnn svo fórum við að skoða Skriðuklaustur og þá var nú gaman. Ég náði að stela afleggjara af einu blóminu hennar Fransesku sem átti einu sinni þetta hús (auðvitað ekki blómið). Það dafnar vel í eldhúsglugganum. Þegar við komum í tjaldið aftur þá pökkuðumvið saman og fórum á Egilstaði.

Tuesday, July 1, 2008

Og við ekki farin ennþá

Jæja nú er klukkan að verða fjögur og við ekki farin ennþá. GG er í R-vík í ómskoðun og ætlaði svo að fara í Leonardo að borga úrið fyrir T. Ég held að við séum ekkert á leiðinni í útilegu í dag. Veðrið á víst að vera leiðinlegt á suð-austurlandinu í nótt og rigna svo á morgun á suður og austurlandi. Nema auðvitað að við getum farið norðurleiðina. Allt dótið okkar er að minnsta kosti komið út í bíl. 
Ég hef ekkert heyrt í litlu dúllunum mínum í næstum því viku núna og er að verða vitlaus. Annars er ég búin að komast að því að því meira sem ég heyri í þeim og sé þær þá er erfiðara að hafa þær ekki hérna hjá mömmu. A ætti að fá tölvuna í dag svo að þegar ég kem heim þá getum við spjallað á skype eins og við H gerum.  

Monday, June 30, 2008

Ég fer í fríið!!!!

Ég er núna búin að senda ritgerðina mína til leiðbeinandans og er hætt að hugsa um hana þar til 10 júlí. 
Núna erum við að fara til Árna og Siggu í skírnina og ætlum að vera tvo til þrjá daga á leiðinni. Við tökum með okkur tjaldvagninn og ætlum að skoða allt sem okkur dettur í hug á leiðinni. Stelpurnar koma með okkur og við erum öll rosa spennt. en spurningin er, hvernig er hægt að treina sér ferðina á Djúpavog í þrjá daga? Huuummmmm ég veit ekki, en það tekst, svo komum við á fimmtudagskvöld á Djúpavog og skírnin er svo á föstudag kl 11:00 svo skírnarveislan og síðan leggjum við að stað hringinn..... Jæja eða einhvernvegin svoleiðis. 
Við erum allavega komin í sumarfrí (hann allavega) í tvo mánuði

Related Posts with Thumbnails