Nú er aldeilis gaman hjá minni. Ég var að finna þennan link á skrapbook síðu og er að verða vitlaus. Það er eins gott að mín er ekki að vinna úti núna, svo að ég hafi nóg af tíma til að leika mér. ÉG sé alveg fyrir mér síðu með jólamyndum aðra af útilegum og enn aðra af ferðalögum utanlands....... humm allt of mikið að gera hjá mér núna.
En semsagt þá fór GG að vinna í dag og stelpurnar eru að byrja í tónlistaskólanum núna á eftir og dans á morgun. Brjálað að gera. Verð að fara að keyra þær á æfingu núna.
No comments:
Post a Comment