Ég vaknaði kl átta í morgun og fór í Borgarnesskóla að taka myndir fyrir verkefnið mitt. Svo var nú bara setið við skriftir og hætti ekki fyrr en ég var búin. Þá fór ég nú út og hjálpaði þeim að klára pallinn, til þess að ég gæti nú sagt að ég hafi hjálpað til. ;)
Í kvöld ætlum við að fara í Skorradalinn þar sem Vignir og Inga eru með hjólhýsið sitt og sjá hvernig aðstæður eru. Það hefði nú verið gaman að fara með tjaldvagninn með og vera þarna yfir nótt.
Ég var ekki búin að klára bloggið um ferðina okkar góðu svo að ég ætla að setjast niður einn daginn og klára. Svo erum við búin að fara í aðra ferð sem ég á alveg eftir að segja frá. Geri það einn daginn líka.
No comments:
Post a Comment