Nú er ég að verða búin með kjólinn minn, bara önnur öxlin eftir. Ég mátaði hann í dag og hann er voða flottur og passar vel. Það er alltaf svo gaman að klára eitthvað sem maður er að gera.
Stelpurnar mínar koma heim á morgun, það sem ég er orðin spennt. Við erum búin að ákveða að fara suðureftir seinnipartinn á morgun og láta bjóða okkur í mat annað kvöld, svo verðum við bara á spjallinu þar til tíminn kemur að sækja prinsessurnar mínar. Þá verur nú lífið aftur venjulegt og það er GOTT.
No comments:
Post a Comment