Sunday, November 17, 2013

Catching butterflies

 

 

 

 

Jæja nú held ég nú að ég ætti að skammast mín og skrifa eins og eina færslu til að sýna ykkur hvað ég er að gera þessa stundina.

Þetta eru grifflur sem að eru kallaðar "catching butterflies" yndislega flottar og rómantískar. Garnið er smart, litur sem ég féll alveg fyrir, en auðvitað var hann að hætta svo að ég keypti mér nokkrar dokkur. Þessi litur passar svo mjög vel fyrir þetta verkefni og þá sérstaklega vegna þess að grifflurnar eru handa mér sjálfri. ;-)

Teppið sem að sést aðeins í undir grifflunum er í vinnslu og á að klárast fyrir jólin. Humm við sjáum nú til með það ;-)

Bestu kveðjur úr Borgarfirðinum, og ég vil bjóða alla velkomna á þessa síðu.

Edda Soffía

 

3 comments:

Handmade and off-centered said...

Þessar grifflur eru svo yndislegar. Ég hlakka til að sjá þær kláraðar og það er nú komin til að þú gerir flík á þig.

Kv. Birgitta

Helga said...

Loksins komin aftur :) Þessar grifflur eru æði!! Love you og hlakka til að lesa meir frá þér ;)

HandavinnuFríða said...

Æðislegar grifflur, segðu mér hvernig setur þú saman teppið, saumar eða heklar.... Er nefnilega að vandræðast með dúllurnar mínar, get ekki ákveðið mig.

Related Posts with Thumbnails