Vorið er komið og ég náði mynd af fyrstu Fíflunum sem ég sá. Það var skrítið að ég sá ekki fífla fyrr en ég fór til Keflavíkur. Hummm. Er að horfa út um gluggan hjá mér og sé ekki einn Fífil.
Af því að mér er svo illt í hendinni og get því lítið prjónað eða heklað, þá hef ég aðeins verið að leika mér á saumavélinni. Það gengur samt ekki neitt svakalega vel því að það er svo vont að skera.
Ég hef verið að passa lítinn trítil undanfarið. Ekki leiðinlegt, við erum búin að skemmta okkur þvílíkt vel saman.
18. maí fórum við Gunnar í brúðkaup norður á fljót. Þar hefur verið ansi snjóþungt í vetur og þarna sjáið þið hvað það er mikill snjór við sáluhliðið. Þarna var búið að moka frá svo að það væri hægt að komast að kirkjunni. Þennan dag var samt 15 stiga hiti svo að það bráðnaði örugglega vel þann daginn.
Gunnar minn á kirkju loftinu.
Ég hef verið að prjóna eina og eina lopapeysu fyrir vinkonu mína til að selja í sumar. Það er ágætt að grípa í þær þegar ekkert annað er að gera.
Kisu kerlingarnar mínar eru alltaf að leita sér að góðum stað til að leggja sig á. Þessi staður verður að vera alveg sérstakur og í þetta skiptið var ég búin að brjóta saman teppi og lagði það frá mér og þegar að ég ætlaði að taka teppið og ganga frá því var ég of sein. Brína mín var lögst og það fór svo vel um hana að ég gat alveg eins beðið smá stund þar til hún var búin að leggja sig.
Litla kisa aftur á móti var búin að finna sér frábæran stað sem var mjúkur og mátuglega lítill fyrir hennar smekk. Hún var nefnilega komin ofan í prjóna töskuna mína og svaf þar í langan tíma. Það var allt í lagi ég fann mér bara eitthvað annað að prjóna á meðan. ;)
Þetta er sængurver sem ég saumaði handa Birgittu minni á litla sæng. Þetta efni heillaði hana svo mikið að ég keypti nóg til að gera sængurver á lítinn prins og af því að hennar maður er Warren þá passar að setja eftir nafnið á þetta, þá geta krakkarnir notað það fyrir sín börn. Það er gott að vera svolítið hagsín. ;)
Þetta er teppi sem að ég er að sauma handa mér sjálfri. Þetta eru allt efni sem að mér finnst svo falleg og ég ákvað að leifa þeim að njóta sín og hafði því stóra renninga. Síðan ætla ég að stinga það í vélinni minni með allskonar orðum og myndum. Ég er frekar frjáls með þetta teppi því að það er handa mér. ;)
Og að lokum þá var ég að klára þetta spiderman teppi handa barnabarni. Það er mikið stærra en hérna á myndinni en ég er bara að fatta það núna að ég gaf honum teppið án þess að taka loka mynd af því. hummm.
Bestu kveðjur úr Borgarnesi
Edda Soffía
Ps. Sumar myndirnar eru merktar Hvítar Rósir, ég á þær myndir en þær tilheira hinu blogginu mínu.
3 comments:
Góð hugmynd að nota fallegu efnin sín svona. Maður tímir oft ekki að klippa þau sundur í smábúta. Og sængurverið flott, gaman að eiga svona flotta vél! Góða helgi!
Skemmtilegur "póstur" Edda - margt að sjá :)
Leitt með höndina þína, martröð allra handavinnukvenna :(
Auðvitað skellir frúin þá bara í nokkrar lopapeysur, flöskutösku, spidermanteppi, bútasaumsteppi og sængurver!! hehehe
Gullfallegt allt saman, ég er mjög hrifin af þessum spidermanteppum, sá svona hjá vinkonu minni um daginn og það er rétt hjá þér, það er mjööög stórt!
Hafðu það gott í "sólinni" - sé þig því miður ekki á Löngumýri þetta haustið, ætla að hafa það notalegt í staðinn með litla anganum mínum og hinum börnunum. Þið gerið allt vitlaust í staðinn á 10 ára afmæli Kristrúnar og co og við sjáumst vonandi á 11 ára afmælinu ;)
Bkv.
Berglind
Hallo.
What a nice cat hihi. :) You make so many beautiful things.
Hug from Mette.
Post a Comment