Friday, March 5, 2010

Lítil peysa á stórann strák.



í jólagjöf fékk ég diskinn Prjónum saman. Þar sýndi Ragnheiður hvernig á að prjóna þessa peysu. Það er byrjað efst og svo endar maður á því að prjóna ermarnar. En það er ekki það sem ég var svo hrifin að, heldur er kantur
meðfram allri peysunni sem er svo cool. Hann er prjónaður um leið og peysan og rúllast upp einhvernvegin. Jæja allavegana þá gerði ég þessa peysu og hún átti að vera á litla kútinn hennar ömmu, sem er stór eftir aldri tveggja ára gutti. Þegar ég var búin með peysuna þá passaði hún á svona 3 mánaða barn. ;o) Ekki gott. En hún er voða falleg og liturinn kom alveg sérstaklega vel út og peysan hangir uppi í Handavinnubúðinni í Borgarnesi, hummmmm..... Þessar myndir eru nú ekkert sérstaklega góðar, en þið getið bara reynt að ímynda ykkur hvað ég er að reyna að sína ykkur. ;o)

1 comment:

Sigríður Ólöf Gunnlaugsdóttir said...

Sæl Edda Soffía. Takk fyrir að skrifa á síðuna mína. Þú barst þar upp spurningu um stjörnuteppið og svaraði ég þér þar, kíktu á það. Ég kíki stundum inn á síðuna þína og er það mjög skemmtilegt. Handavinnan þín er mjög falleg og gaman að fylgjast með þér. Má ég setja link á þig á síðuna mína?
Kveðja
Siggaló

Related Posts with Thumbnails