Tuesday, March 2, 2010




Hæ aftur, nú er ég komin heim og kom með veturinn með mér. ;o) Á fimmtudaginn snjóaði svo mikið hérna hjá okkur í Þórðargötunni að það fór allt í kaf.
Á myndinni sést þegar ég fór út um bílskúrshurðina hjá okkur og snjórinn náði mér í mið læri. ;o) Það var nú aldeilis gaman hjá okkur Karlottu.

Jæja en ég var nú ekki allan daginn úti að moka og leika mér í snjónum, nei ekki aldeilis. Ég saumaði prjónapoka og heklaði litla gamaldags sokka að gamni mínu. Það var kona sem kom í vinnuna til mín og var með svona sokka sem mér fannst svo gamaldags og flottir. Ég fór heim og var eitthvað að gramsa í lítilli prjónahirslu á hjólum sem tengdamamma átti og er full af allskonar sniðugu dóti frá henni. Haldið þið að hún hafi ekki átt svona sokk þarna í einni skúffunni. ;o) Svo að ég dreif mig bara í að prófa að hekla sokkana og þeir eru meiriháttar krúttlegir og sætir, minna svolítið á Viktoríutímabilið sem ég er svo hrifin af.
Kveðja úr Borgarnesi

1 comment:

Helga said...

Rosalega er þetta sæt mynd af þér!! Taskan kom æðislega vel út og sokkarnir eru bara sætir :o)

Related Posts with Thumbnails