Gleðileg jól
Saturday, December 25, 2010
Wednesday, December 8, 2010
Jólakúlur
Ég er búin að vera að prjóna jólakúlur úr bók sem ég keypti mér frá Noregi. Það eru 55 munstur í þessari bók og hver annari skemmtilegri.
Hreindýr
Jólasvín
Íkorni
Hjörtu
Og meiri hjörtu
Það er nú ekkert sérstaklega gaman að taka myndir í dag því að birtan er ekki góð, en þið sjáið hvað þetta er skemmtilegar kúlur.
Hérna sjáið þið bókina sem ég er að prjóna upp úr.
Kveðja úr Borgarnesi
Edda
Sunday, December 5, 2010
Þegar ég kom heim þá kláraði ég hring sem ég var að gera í gær. Ég er búin að vera að safna í hann í hvert sinn sem ég fór í Húsasmiðjuna eða eitthvern staðar þar sem seldar voru kúlur og skraut sem ég gat notað í hann. nú er hann búinn og ég er ægilega ánægð með þetta og hann er mikið fallegri heldur en hann er á myndinni því að hann glansar svo flott og svo eru litirnir ekki nógu góðir á myndinni.
Ég er líka búin með englalöberinn minn sem ég var að gera í bútó. Hann er rosa flottur finnst mér. Það er svo fínlegt og skemmtilegt að setja svona blúndu í kringum hann. Ég er búin með annan löber en hann er ekki til sýnis fyrr en eftir jól. ;þ
Nú er ég búin að kaupa mér bókina góðu sokkar og fleira og finnst hún alveg frábær. Ég er búin að prjóna sokka í fleiri ár og gerði alltaf sama bandhælinn eða Halldóruhæl eins og hann er yfirleitt kallaður. Nú er ég aftur á móti allveg á fullu að læra nýja hæla og er búin að gera stundaglasa hæl og franskan hæl og er bara hrifin af þessu.
Nú verð ég að fara og gera eitthvað fyrir jólin eins og t.d. að baka smákökur.
Bestu kveðjur úr Borgarnesi
Edda
Thursday, November 25, 2010
Handavinnan á dagskrá í dag
Ég er búin að vera voða dugleg í handavinnunni þó svo að ég hafi ekki verið að blogga um neitt sérstakt.
Ég hafði ákveðið að prjóna á nokkur af barnabörnunum mínum fyrir jólin. Ég gerði vesti á Diamond og Kobe og peysu á Bellu, allt í sama munstri og lit, svo komu Árni og Sigga Eva með litla Birkir og þeim leist svo vel á vestin að ég er að gera á hann núna. Peysan hennar Bellu minnar var svo mikið verk (eða alla vegana var ég svo lengi að prjóna hana) að ég hef ekki prjónað mikið annað en það núna undanfarið.
En þó svo að ég sé ekki að prjóna þá er ég að bútast alveg á fullu og nýjasta verkefnið sem ég er að gera er þessi löper. Ég var búinað sjá svo marga svona á bloggum og þá sérstaklega frá Noregi. Þetta er snið eftir AnnaKa og við slóum þrjár saman og pöntuðum okkur nokkur snið frá Lappedilla. Þau eru hvert öðru fallegra og ég er líka byrjuð á uglulöper sem ég ætla að gefa í jólagjöf.
Ég er nú ekki alveg búin með þennan löper,á eftir að setja bindinguna utanmeð og sauma aðeins í höndunum, en ég ákvað að sýna ykkur þetta strax.
Svo eru það nú blessaðir hexagonarnir mínir. Þeir eru nú orðnir sjö talsins. Í upphafi ætlaði ég að hafa þá alla frekar litlausa (pastel) og ljósa en þeir eru nú að breitast hjá mér eins og þið sjáið ;þ
Nú ætla ég að drífa mig upp að sauma meira.
Bestu kveðjur úr Borgarnesi
Edda
Wednesday, November 17, 2010
Hexagon miðvikudagur aftur
Ég skammast mín nú fyrir að sýna þetta, en ég er búin að vera að gera annað undanfarið. Ég er allavegana búin að gera fjögur blóm og vonast til að vera duglegri á komandi vikum. Í síðustu viku gerði ég þessi tvö blóm sem hafa bæst við og ekkert í þessari viku svo að það er eitt blóm á viku núna. ;þ
Ég er að vinna að teppi frá Virku og hef fengið tvo pakka á tveggja mánaða fresti og hef ekki verið mjög dugleg við. En nú er ég sem sagt að klára það teppi, ásamt öllu því sem ég er að prjóna auðvitað, en engar myndir eins og er, en ég bæti það nú upp þegar ég verð í stuði næst.
Kveðja úr Borgarnesi
Edda
Wednesday, November 3, 2010
Hexagon miðvikudagur
Ég ætla að gera löber í eldhúsið hjá mér og þarf að gera 29 hexagon blóm. Þetta er auðvitað ekkert mál hjá sumum, en hjá mér er þetta stórmál. Ég hef aldrei gert hexagon áður og er svo hrædd um að ég geri þetta ekki, svo að ég skráði mig inn á hexagon miðvikudaga á netinu. Þetta er gott því að ég verð að gera allavegana eitt hexagon blóm á viku. Það tæki mig 29 vikur, svo að það er eins gott að ég geri nokkur á viku ;þ svo að þetta verði einhvern tíman búið.
Bestu kveðjur úr Borgarnesi
Edda
Monday, October 25, 2010
Bútasaumur
Um mánaðarmót september, október fór ég á Löngumýri í Skagafirði og þar var að sjálfsögðu feiknar mikið fjör. Við Maja vorum fyrstar þangað, komum um fjögur (smá misskilningur hjá okkur) þetta átti ekki að byrja fyrr en kl sex. En hvað um það okkur var vel tekið og við náðum góðum borðum til að vinna á.
Ég var með sögu á i-potinum mínum og var í eigin heimi mest alla helgina, með undantekningum að sjálfsögðu. ;þ
Þarna var unnið frá því að maður vaknaði, svona um 8:30 á morgnana og fram á miðnætti og þess á milli gekk munnurinn á manni því að það var svo yndislega vel hugsað um okkur í mat.
Það var að sjálfsögðu óvissuverkefni þarna og meira að segja tvö. Fyrsta var ótrúlega sniðugir inniskór sem að við ætluðum aldrei að fatta hvað væri. hahaha...
Svo vorum við látnar velja bakgrunn og var hann annað hvort dökkur eða ljós, ég valdi ljósan. Ég átti að sjálfsögðu ekki nógu mikið af efni til að koma með það sem þurfti svo að ég keypti pakka frá Kristrúnu í Quiltbúðinni og það var svolítið sniðugt því að þar voru efni sem ég hefði aldrei valið sjálf, en komu mjög vel út. Ég náði að klára teppið mitt eins og flestir gerðu. Ótrúlega gaman að gera heilt teppi á einni helgi ;þ
Hérna sjáið þið svo óvissu verkefnið mitt, það var hægt að raða þessu upp á svo marga vegu að það var ótrúlegt að sjá.
Núna um helgina fór ég svo að skera niður í flóafárið mitt sem ég keypti í fyrr á árinu. Ég ætlaði bara að skera niður í teppið því að við erum að endurvekja Bútasaumsfélagið hérna í Borgarfirði og ég þurfti að hafa eitthvað að gera á miðvikudagskvöldið þegar við komum saman. En, hvað haldið þið að ég hafi gert ;Ð Ég gat ekki annað en prufað eina línu, svona bara til að sjá hvernig þetta kæmi út og þá gat ég náttúrulega ekki hætt og ég kláraði toppinn í morgun. ;þ Hérna sjáið þið svo hvernig mitt flóafár kom út.
Núna verð ég að fara í Virku og kaupa mér eitthvað að gera fyrir miðvikudagskvöldið. En ég þarf líka að fá mér vatt og efni í bakið á báðum teppunum mínum.
Á Löngumýri lærði ég að stinga í vélinni minni og því ætla ég að reyna við svoleiðis glannaskap.
Annars finnst mér Flóafárið vera helst til of lítið ég held að ég reyni að setja eitthvað til að lengja það, en ég veit ekki hvernig ég fer að því.
Bestu kveðjur úr Borgarnesi
Edda Soffía
Friday, October 15, 2010
Jólavestin á strákana
Mér datt nú svona í hug að þið hefðuð gaman af því að sjá útsýnið hjá mér hérna í Þórðargötunni. Ég fór út á svalir og tók þessa mynd , en ég sé þetta líka út um stofugluggan minn. Ótrúlega flott útsýni hérna.
Nú er ég að gera vesti handa litlu körlunum hjá mér fyrir jólin. Ég hef ákveðið að þrír minnstu mennirnir verði í rauðu vesti um jólin. ;þ Mömmurnar samþykktu það sem betur fer. hjúkk... Jæja en nú er Kobes búið og Diamonds næstum búið og ekki til meira rautt Dalagarn í Borgarnesi, svo að ég verð að bíða með Birkis vesti þar til í næstu viku eða svo.
Saturday, September 18, 2010
Litlir pokar
Sjáið þið hvað þessi er flottur. Ég er í poka hekli núna og er að nota afganga sem að ég á. Þetta er Katia garn frá Quiltbúðinni á Akureyri. Ég gerði mér peysu úr þessu garni um páskana og átti svolítinn afgang. Þessa poka er alveg frábært að hafa við prjónastólinn sinn og setja afklippurnar í þegar verið er að ganga frá endum. Nú svo er auðvitað hægt að nota þetta undir sápur inn á baði eða hvað sem er. Bara flott.
Friday, September 17, 2010
Leiðrétting
hahha
Ég er svo rugluð stundum. Ég var að lesa póstinn frá því um daginn og sá að ég var að lísa því yfir að tengdó væri dáin og ég hafði fundið hekluprufu í kistunni hennar. Auðvitað fann ég þetta ekki í kistunni hennar, heldur í þessum kisli sem ég veit aldrei hvað ég á að kalla. Þetta er semsagt saumakistan hennar. ;þ Rugluð, en nú vitið þið semsagt hvað ég var að tala um.
Bestu kveðjur Edda
Monday, September 13, 2010
Haustið komið og tími til að blogga
Nú er haustið komið og félagsstarfið byrjað aftur og ég í handavinnunni. Auðvitað er ég búin að vera að prjóna og hekla í allt sumar, en ekki búin að vera eins dugleg að setja það hérna inn og ég hefði getað. ;þ
Sumarið er náttúrulega búið að vera alveg sérstaklega gott og ég sem fékk nýjan pall í byrjun sumars, er búin að vera úti alla daga. Við erum líka búin að vera á ferðalögum og svoleiðis, en ekki eins mikið og við hefðum getað. Hérna í Borgarfirðinum er búið að vera besta veðrið svo að við tímdum ekki að fara langt.
Núna í augnablikinu er ég alveg að tapa mér í heklinu og púðarnir, dúkarnir og teppin ganga undan mér á færibandi. Ég var að klára þessa púða núna í síðustu viku og í dag. Þessi græni er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, en ég er ekki viss um hvort að ég hefði átt að hafa pífuna í kring stærri. Hvað finnst þér?
Ljósbrúni púðinn er líka voða sérstakur út af munstrinu sem er í honum. Ég fékk það hjá tengdamömmu í kistunni hennar (tengdó er dáin svo að hún gat ekki kennt mér þetta sjálf). Ég var búin að vera að reyna að gera svona munstur sem ég hafði séð í Laufásbænum í sumar og var ekki alveg viss hvernig það væri, þegar ég fann litla prufu í kistunni hennar Sigurlaugar minnar og þannig varð þessi púði til.
Svo er líka svo gaman aðgera þennan nálapúða, að ég mátti til með að gera annan og er með þriðja nálarpúðann í huganum sem ég ætla að gera.
Bestu kveðjur
Edda
Thursday, July 1, 2010
Þessi peysa er búin loksins. Ég er búin að vera svo lengi með hana vegna þess að ég fékk svo í axlinrnar þegar ég var að prjóna hana. En semsagt Diamond fær hana á sunnudag þegar Bellan á afmæli. Ég held að hún verði bara nokkuð fín þegar hún er orðin þurr, ég tók myndina af blautri peysu. Við sjáum til þegar litli karl mátar hana.
Um daginn prófaði ég að gera svona nálapúða. Hann er heklaður og lítið mál að gera hann og því ætla ég að sýna konunum í Félagsstarfinu í vetur þetta. Garnið keypti ég á Spáni í fyrra sumar, bómullargarn sem gott er að vinna með og skiptir um lit með reglulegu millibili. Það er nú ástæðan fyrir því að ég er ekkert voða hrifin af að prjóna úr þessu garni því að það verður allt röndótt en í svona verkefni gerir það lítið til.
Thursday, June 24, 2010
Bútasaumur og fleira
Um daginn saumaði ég mér tösku úr Quiltbúðinni. Ég sá konu sem var að sauma svona tösku og langaði strax í svona. Ég pantaði mér pakka og saumaði eina strax. Ég er alveg ánægð með hana og finnst hún voða falleg, en... (alltaf), Hún er svo löng og mjó einhvern veginn. Æ maður getur alltaf fundið eitthvað að öllu. Litirnir eru akkúrat fyrir mig og blómin alveg frábær og svo stakk ég þau í vélinni minni.
Ég er líka að myndast við að gera svona veski undir prjónana mína og gengur ágætlega núna. Ég var búin að sauma þetta allt og líkaði ekki við það sem að ég var búin að gera. Einn daginn vaknaði ég og vissi hvað ég ætti að gera. Spretta öllu upp. Já öllu nema körfunni, kisu og hnyklunum. Haldfangið var allt og stutt hjá mér og handsaumurinn ekki nógu vel gerður og allt þar fram eftir götunum. Nú er ég sem sagt búin að þessu og get haldið áfram að sauma og gera fínt. ;o) Takið eftir að ég var að prófa að sauma nafnið mitt í saumavélinni minni, voða fínt en aðeins of fínlegt fyrir bútasaum finnst mér.
Núna um helgina fer ég á Blönduós á námskeið í útsaum ( það veitir ekki af að læra það). Ég er voða spennt að fara þetta og Gunnar minn ætlar að koma með mér til þess að ég sé ekki að keyra þetta ein. Við ætlum að leigja okkur lítið hús og skreppa á Sauðárkrók á laugardagskvöldið í afmæli. Gunnar á frænda á Skagaströnd og heimsækir hann sennilega á meðan að ég er að sauma. Ég held að þetta verði voða skemmtileg og góð helgi hjá okkur.
Wednesday, June 23, 2010
Fullt af nýrri handavinnu
Isabella mín á afmæli 4. júlí og amma hefur alltaf reynt að prjóna eitthvað handa henni í afmælisgjöf. Í ár var þetta eitthvað erfitt hjá ömmu svo að mamma hennar Bellu valdi hvað ég gæti prjónað á hana. Fyrir valinu varð svo þetta pils, sem er algjört æði. Liturinn átti að vera í turkis, en amma átti þetta bómullargarn í lillabláu og af því að Bellan er svo hrifin af lillabláu þá gerði amma svoleiðis á hana. Það er nú ekki hægt að láta mömmu ráða öllu. ;o)
Bellan á svo lítinn bróðir sem verður að fá eitthvað frá ömmu líka, þó að hans afmæli sé ekki fyrr en í endann á desember þá er amma að gera stutterma peysu á hann. Hún er prjónuð í Mandarin Petitt á prjóna nr. 3 og þetta er að fara eitthvað illa í axlirnar á mér, greyið gamla konan. ;o) En hún er nú að verða búin núna. Ég er búin með afturstykkið og er á framstykkinu. Svo eru bara stuttar ermar, önnur röndótt og hin græn með bláum garðaprjóns kant.
Ég vona að þið eigið góðan dag
Thursday, June 17, 2010
Wednesday, June 9, 2010
Stjörnuheklað teppi
Nú er kominn langur tími síðan ég var hérna síðast, eða kannski ekki síðan ég var hérna síðast því að ég fer alltaf reglulega hingað að skoða bloggið hjá öðrum en ekki komið mér í að skrifa nokkuð hérna í langan tíma.
Ég er búin að vera að prjóna og hekla alveg á fullu og reyndi að klára sem mest af þessum verkefnum sem ég átti í körfunni minni.
Febrúar peysan sem að ég var alltaf að reyna að klára en var ekki sátt við, er búin. Hún er ekki ljót, en þegar ég fer í hana þá er ég eins og skúta fyrir fullum seglum (eða fjölskyldu tjald). Hún er sem sagt allt of stór og þykk. Prjónuð úr léttlopa en hefði átt að vera prjónuð úr einhverju fínu á prjóna nr t.d. 3 1/2, það hefði kannski gert hana svolítið fínlegri. Svo er ég nú þeim ósköpum gædd að ég held alltaf að ég sé mikið stærri en ég er og prjóna allt svo stórt á mig. Hvað er það nú kallað? Anorexia.. humm nei það getur ekki verið því að það er svo gott að borða, en eitthvað er að mér í hausnum að gera alltaf svona stórt á mig. ;o)
Ég hafði það af að klára teppið mitt góða sem á að fara í fellihýsið okkar. það tók ekki langan tíma þegar ég tók mig til loksins. Það er heldur stórt, en þá er það bara betra og hylur meira af kroppum. :o)
Sunday, May 9, 2010
Thursday, April 15, 2010
Þæfingar námskeið
í þessari viku hef ég verið á námskeiði í þæfingu hjá Snjólaugu í Brúarlandi og lært mikið. Við gerðum allar tösku og vorum allar hver annari ánægðari með töskurnar okkar.
Ég valdi dökk gráan lit á mína tösku og var svona pínu stressuð að hún væri kanski svolítið plein, en svo þegar ég fór að setja munstur á hana og tölu , sem er steinn rosa flott, þá kom hún svona líka flott út eins og þið sjáið.
Ég var búin að setja græna litinn á hana og fannst hún ekki vera að gera sig þegar ég var að pakka niður til að fara heim, þá setti einhver laxableikt (eða appelsínugult) á hana og þegar ég kom heim setti ég það á og þar með var ég ánægð.
Bestu kveðjur
Wednesday, April 14, 2010
Sokkar á tvo prjóna.
Jæja nú ætla ég að sína ykkur sokka sem ég prjónaði um daginn. Þeir eru prjónaðir á tvo prjóna og eru svo auðveldir að krakkarnir geta auðveldlega prjónað þá.
Ég fékk uppskriftina í vinnunni í haust og ætlaði alltaf að prjóna svona fyrir konurnar til að sína þeim þetta. Nú er ég semsagt búin og það tók nákvæmlega til R-víkur að prjóna annan og heim fyrir hinn. Ég saumaði svo saman einn sokkinn og hef hinn ósamansattan til þess að þær sjái hvernig þetta er gert.
Ég veit ekki hver gerði uppskriftina og því þori ég ekki að setja hana hérna á bloggið en ef þið hafið áhuga þá hefið þið bara samband við mig.
Bestu kveðjur
Tuesday, April 13, 2010
Fallegir vettlingar
Um daginn gerði ég heklaða vettlinga á Ameliu eins og ég gerði á Löngumýri. Þeir voru svo fallegir á litinn, fjólublár tvöfaldur lopi, voða sætur. Á meðan ég var að hekla þá fór hugurinn á flakk og ég sá fyrir mér blúndur koma upp eins og það væru aðrir vettlingar innundir. Svo sá ég líka fyrir mér blóm og laufblöð og fallegar perlur. Nú eins og þið sjáið þá varð þetta allt til í höndunum á mér og ég er ægilega ánægð með útkomuna. Fallegir vettlingar og Soffía frænka ánægð, það gerist ekki betra. :O)
Ég fór með þá í vinnuna og konurnar mínar voru alveg heillaðar. Ég lét eina konuna vera handmótel og hún var alveg frábær í því. Hver segir að þú verðir að vera 20 ára til að vera mótel ;o) þessi er á níræðis aldri.
Monday, March 22, 2010
Helgin mín góða í Skagafirðinum.
Jæja nú ætla ég að segja ykkur aðeins frá helginni góðu á Löngumýri í Skagafirði.
Við komum á fimmtudagskvöldi, fjórar úr Borgarnesi, saman í bíl. Það var auðvitað voða gaman hjá okkur og góð stemming í bílnum, mikið prjónað á leiðinni, spjallað og hlegið. Við stoppuðum á nokkrum stöðum til að bílstjórinn gæti rétt úr sér og borðuðum svo í Varmahlíð.
Þegar við komum á staðinn þá voru flestar komnar sem ætluðu að koma á fimmtudagskvöldið og við helltum okkur strax í prjónið og spjallið langt fram á nótt.
Daginn eftir var ég sennilega eitthvað stressuð að ég gæti misst af morgunmatnum sem átti að byrja kl 9:00, nú ég var komin í biðstöðu kl 7:30. Vöknuð og búin að gera mig sæta. Þá var bara að prjóna og tala þar til morgunmaturinn var tilbúinn og svo prjóna meira og borða meira þar til um kvöldið þegar allar voru mættar þá hófst formleg dagsskrá.
Kristrún var alveg frábær og sýndi okkur hvað hún hafði fyrir okkur að gera. Flestar byrjuðu svo þarna um kvöldið á “Möbíus„ kraga, sem ég hafði ekki séð fyrr. Hún var líka með alveg frábært garn á frábærum stað (fyrir hana), þar sem við þurftum alltaf að labba framhjá borðunum þegar við fórum inn í herbergi eða á klóið. Svo að það var að sjálfsögðu mikið verslað af garni og öðru nauðsynlegu sem tilheyrir prjónaskap. Ég verslaði mér rauðan lit í minn Möbíus og er svaka ánægð með hann. það er svolítið skrítið að prjóna þetta því að maður hefur aldrei gert svona áður að prjóna í tvöfaldan hring. En þetta er alveg svaka flott og ég ánægð. Hérna sjáið þið þennan flotta kraga minn. ;o)
Ég var svo ánægð (eins og þið sjáið) með litinn sem ég valdi að ég keypti mér eina dokku í viðbót og lærði að hekla vettlinga með keðjulykkjum. Alveg frábærir og svo gaman að hekla þá. Ég gat ekki tekið mynd af báðum höndum í einu þar sem ég þurfti að halda á myndavélinni í hinni hendinni, ;o) en hér sjáið þið hvað þetta er flott og garnið alveg frábært, mjúkt og yndislegt.
Þarna voru líka allskonar prjóna uppskriftir og ein var af þessari peysu að ofan. Þ.e.a.s. ég byrja að prjóna að ofan. Garnið var að sjálfsögðu keypt í einni klósett ferðinni og kemur mjög vel út að ég held. það er gott að prjóna úr þessu, bómull og mjög mjúkt. Skiptir skemmtilega úr einum litnum í annann. Ég er að sjálfsögðu búin að rekja þessa peysu upp einu sinni, því að ég var ekki ánægð með munstrið sem ég valdi, en nú er ég búin með búkinn og bara ermarnar eftir.
Við gátum farið á allskonar námskeið sem þær kenndu Kristrún og Sísa, t.d. gimb, allskonar stroff, rússneskt hekl o.fl. Þetta var að sjálfsögðu nýtt af allflestum konunum og komum við fullar af hugmyndum og áhuga heim á sunnudeginum.
Frábær helgi og við mætum aftur að ári á Löngumýri í Skagafirði.
Kveðja úr Borgarnesi.
Við komum á fimmtudagskvöldi, fjórar úr Borgarnesi, saman í bíl. Það var auðvitað voða gaman hjá okkur og góð stemming í bílnum, mikið prjónað á leiðinni, spjallað og hlegið. Við stoppuðum á nokkrum stöðum til að bílstjórinn gæti rétt úr sér og borðuðum svo í Varmahlíð.
Þegar við komum á staðinn þá voru flestar komnar sem ætluðu að koma á fimmtudagskvöldið og við helltum okkur strax í prjónið og spjallið langt fram á nótt.
Daginn eftir var ég sennilega eitthvað stressuð að ég gæti misst af morgunmatnum sem átti að byrja kl 9:00, nú ég var komin í biðstöðu kl 7:30. Vöknuð og búin að gera mig sæta. Þá var bara að prjóna og tala þar til morgunmaturinn var tilbúinn og svo prjóna meira og borða meira þar til um kvöldið þegar allar voru mættar þá hófst formleg dagsskrá.
Kristrún var alveg frábær og sýndi okkur hvað hún hafði fyrir okkur að gera. Flestar byrjuðu svo þarna um kvöldið á “Möbíus„ kraga, sem ég hafði ekki séð fyrr. Hún var líka með alveg frábært garn á frábærum stað (fyrir hana), þar sem við þurftum alltaf að labba framhjá borðunum þegar við fórum inn í herbergi eða á klóið. Svo að það var að sjálfsögðu mikið verslað af garni og öðru nauðsynlegu sem tilheyrir prjónaskap. Ég verslaði mér rauðan lit í minn Möbíus og er svaka ánægð með hann. það er svolítið skrítið að prjóna þetta því að maður hefur aldrei gert svona áður að prjóna í tvöfaldan hring. En þetta er alveg svaka flott og ég ánægð. Hérna sjáið þið þennan flotta kraga minn. ;o)
Ég var svo ánægð (eins og þið sjáið) með litinn sem ég valdi að ég keypti mér eina dokku í viðbót og lærði að hekla vettlinga með keðjulykkjum. Alveg frábærir og svo gaman að hekla þá. Ég gat ekki tekið mynd af báðum höndum í einu þar sem ég þurfti að halda á myndavélinni í hinni hendinni, ;o) en hér sjáið þið hvað þetta er flott og garnið alveg frábært, mjúkt og yndislegt.
Þarna voru líka allskonar prjóna uppskriftir og ein var af þessari peysu að ofan. Þ.e.a.s. ég byrja að prjóna að ofan. Garnið var að sjálfsögðu keypt í einni klósett ferðinni og kemur mjög vel út að ég held. það er gott að prjóna úr þessu, bómull og mjög mjúkt. Skiptir skemmtilega úr einum litnum í annann. Ég er að sjálfsögðu búin að rekja þessa peysu upp einu sinni, því að ég var ekki ánægð með munstrið sem ég valdi, en nú er ég búin með búkinn og bara ermarnar eftir.
Við gátum farið á allskonar námskeið sem þær kenndu Kristrún og Sísa, t.d. gimb, allskonar stroff, rússneskt hekl o.fl. Þetta var að sjálfsögðu nýtt af allflestum konunum og komum við fullar af hugmyndum og áhuga heim á sunnudeginum.
Frábær helgi og við mætum aftur að ári á Löngumýri í Skagafirði.
Kveðja úr Borgarnesi.
Monday, March 8, 2010
Núna um helgina er ég að fara svo spennandi. Við erum fjórar konur úr Borgarnesi sem erum að fara á Löngumýri í Skagafirði frá fimmtudagskv. til sunnudagskvölds. Spennan vex og við erum búnar að vera að undirbúa okkur, þ.e.a.s. við þurfum að koma með eitt og annað með okkur og gera smá heimaverkefni. Heimaverkefnið er hálfnað, en það er svo lítið að það tekur enga stund að klára. þetta er óvissuverkefni og heldur skrítið, við eigum að gera átta tígla og koma svo með annan lit með okkur, hummm spennandi.
Svo á líka að kenna okkur fallegan frágang á peysum, svo að ég er búin með “Grámhildi góðu„ aftur. ;o( lol Þannig er mál með vexti að ég var búin að prjóna þessa peysu, (gerði það á leiðinni og í Ameríku) en þá fannst mér hún vera allt of stór á mig og ermarnar of þröngar svo að það var ekkert annað að gera en rekja hana upp og prjóna aftur en þá minni búk og stærri ermar. Þetta er nú allt í lagi, það er nú einu sinni kreppa, er það ekki. ;O) (Pollíönnu aðferðin) Hérna getið þið séð peysuna góðu sem á eftir að ganga svona vel frá á Löngumýri.
Kveðja frá Borgarnesi
Friday, March 5, 2010
Lítil peysa á stórann strák.
í jólagjöf fékk ég diskinn Prjónum saman. Þar sýndi Ragnheiður hvernig á að prjóna þessa peysu. Það er byrjað efst og svo endar maður á því að prjóna ermarnar. En það er ekki það sem ég var svo hrifin að, heldur er kantur
meðfram allri peysunni sem er svo cool. Hann er prjónaður um leið og peysan og rúllast upp einhvernvegin. Jæja allavegana þá gerði ég þessa peysu og hún átti að vera á litla kútinn hennar ömmu, sem er stór eftir aldri tveggja ára gutti. Þegar ég var búin með peysuna þá passaði hún á svona 3 mánaða barn. ;o) Ekki gott. En hún er voða falleg og liturinn kom alveg sérstaklega vel út og peysan hangir uppi í Handavinnubúðinni í Borgarnesi, hummmmm..... Þessar myndir eru nú ekkert sérstaklega góðar, en þið getið bara reynt að ímynda ykkur hvað ég er að reyna að sína ykkur. ;o)
Tuesday, March 2, 2010
Hæ aftur, nú er ég komin heim og kom með veturinn með mér. ;o) Á fimmtudaginn snjóaði svo mikið hérna hjá okkur í Þórðargötunni að það fór allt í kaf.
Á myndinni sést þegar ég fór út um bílskúrshurðina hjá okkur og snjórinn náði mér í mið læri. ;o) Það var nú aldeilis gaman hjá okkur Karlottu.
Kveðja úr Borgarnesi
Subscribe to:
Posts (Atom)