Wednesday, November 17, 2010

Hexagon miðvikudagur aftur


Ég skammast mín nú fyrir að sýna þetta, en ég er búin að vera að gera annað undanfarið. Ég er allavegana búin að gera fjögur blóm og vonast til að vera duglegri á komandi vikum. Í síðustu viku gerði ég þessi tvö blóm sem hafa bæst við og ekkert í þessari viku svo að það er eitt blóm á viku núna. ;þ

Ég er að vinna að teppi frá Virku og hef fengið tvo pakka á tveggja mánaða fresti og hef ekki verið mjög dugleg við. En nú er ég sem sagt að klára það teppi, ásamt öllu því sem ég er að prjóna auðvitað, en engar myndir eins og er, en ég bæti það nú upp þegar ég verð í stuði næst.

Kveðja úr Borgarnesi
Edda

1 comment:

Helga said...

Flott hjá þér :)

Related Posts with Thumbnails