Wednesday, October 28, 2009

Vettlingar

Nú hef ég ekkert verið að setja hér inn í svolítinn tíma vegna þess að nú er jólatíminn og jólagjafaundirbúningur í fullum gangi hérna hjá mér.
Ég set nú samt inn vettlinga sem að ég gerði um daginn. Þeir eiga að vera eins og Nemo fiskurinn og hafa slegið í gegn í vinnunni og í Handavinnuhúsinu hér í Borgarnesi. ;o) Þeir eru svo skemmtilegir og auðveldir að prjóna. Bara rendur og svo saumaði ég auga, munn og heklaði svo ugga. Gæti ekki krúttlegra verið.



En í firra gerði ég þessa snjókarla vettlinga og þeir eru búnir að ganga eins og eldur um sinu hjá konunum í Féló. Þeir eru líka svo einfaldir, en á sama tíma svo flottir fyrir litlar hendur. Ein konan gerði meira að segja húfu í stíl og sló alveg í gegn hjá einhverjum litlum gutta.



Takk fyrir
Soffía frænka

2 comments:

Helga said...

NEMO!!! Rosalega eru þetta flottir vettlingar! Love it. Það er orðið svo langt síðan ég hef heyrt í þér, vonandi gengur vel hjá ykkur. Love you

Hellen Sigurbjörg said...

Sæl, Edda Soffía! Og þakka þér fyrir vingjarnlegt og hressandi "komment" á síðunni minni fyrr í þessum mánuði. Ég skoðað síðuna þína og þú ert sjálf með mjög flotta síðu og alveg ótrúlega fjölbreytta handavinnu. Ætla að fylgjast með þér áfram, það er svo gaman að sjá íslenskt handavinnublogg.
Kveðja, Hellen

Related Posts with Thumbnails