Monday, August 18, 2008

BS ritgerðin komin inn



Jæja nú er ég á fullu að lesa undir próf í vistfræði. Það finnst mér svo erfitt, en ég get þetta alveg og mun ná þessu prófi. 

Ég er líka voða dugleg í garðinum mínum þó að ég ætti kanski ekki að segja frá því. Ég er búin að setja niður loksins Kasmírreynirinn. Hann er á nokkuð góðum stað, en svolítið í miðjum garði. En maður verður víst að gera ráð fyrir að þetta vaxi og verði stórt. 
Í gær söguðum við niður Birkitré og Sitkagreni sem voru fyrir og ég gerði svo sætt hjarta úr greinunum.  Við ætlum að setja það upp hjá eldhúsglugganum og ég ætla líka að setja hvít ljós í þetta og hafa voða sætt í vetur. 

GG er líka búinn að vera svo duglegur í garðinum, hann er búinn að grafa upp meðfram húsinu og ætlar að setja dúk upp við vegginn og svo setja möl eins og á að gera til þess að það komi ekki vatn inn í húsið eins og í fyrra. 

1 comment:

Helga said...

Vá hvað þetta er fallegt hjarta sem þú bjóst til. Garðurinn orðinn svaka flottur. Er ekki gott að eiga svona fínan garð? Jæja ég ætla að fara að svæfa Kobe minn, hann er alveg búin á því. Love you bunches and bunches of oats :0)

Related Posts with Thumbnails