Thursday, August 21, 2008

Loksins búin

Jæja nú er ég loksins búin í skólanum, var í vistfræðiprófinu í morgun. Ég er næstum viss um að ég hafi náð þessu, vona það að minsta kosti. Nú er ég orðin húsmóðir og verð svo að vinna einn dag í viku í félagsstarfi aldraðra, þrjá tíma á miðvikudögum að hjálpa til við handavinnu. 
Stelpurnar eru að koma á eftir og svo byrjar skólinn hjá krökkunum á morgun. Ég er voða heppin að ég þarf ekki að keyra alla daga bara á föstudögum og svo sæki ég á þriðjudögum og kannski miðvikudögum. 
Við erum að fara í útilegu á morgun, ætlum á Hellu á Landbúnaðarsýningu. Það verður voða gaman fyrir stelpurnar og okkur líka. 
Ok kem á eftir helgi.

Monday, August 18, 2008

BS ritgerðin komin inn



Jæja nú er ég á fullu að lesa undir próf í vistfræði. Það finnst mér svo erfitt, en ég get þetta alveg og mun ná þessu prófi. 

Ég er líka voða dugleg í garðinum mínum þó að ég ætti kanski ekki að segja frá því. Ég er búin að setja niður loksins Kasmírreynirinn. Hann er á nokkuð góðum stað, en svolítið í miðjum garði. En maður verður víst að gera ráð fyrir að þetta vaxi og verði stórt. 
Í gær söguðum við niður Birkitré og Sitkagreni sem voru fyrir og ég gerði svo sætt hjarta úr greinunum.  Við ætlum að setja það upp hjá eldhúsglugganum og ég ætla líka að setja hvít ljós í þetta og hafa voða sætt í vetur. 

GG er líka búinn að vera svo duglegur í garðinum, hann er búinn að grafa upp meðfram húsinu og ætlar að setja dúk upp við vegginn og svo setja möl eins og á að gera til þess að það komi ekki vatn inn í húsið eins og í fyrra. 

Thursday, August 14, 2008

Úlfareynir

Já nú er ég í stuði. Áðan fór ég í Grenigerði og keypti mér Úlfareynir, Koparreynir og Hansarós. Þegar ég kom heim þá fór ég út að planta þessu, en.... viti menn, ég fór bara til þess að kaupa Hansarós og eitt runnatré og því get ég ekki komið Koparreynirnum niður. Hann passar ekki inn í planið hjá mér strax, svo að nú verður mín að fara að hugsa og plana. Ég er að reyna að koma upp skjóli hjá mér fyrir vindinum,  það er nú ekki mikill vindur en sammt alltaf eitthvað. 
Nú er ég að verða búin með kjólinn minn, bara önnur öxlin eftir. Ég mátaði hann í dag og hann er voða flottur og passar vel. Það er alltaf svo gaman að klára eitthvað sem maður er að gera.
Stelpurnar mínar koma heim á morgun, það sem ég er orðin spennt. Við erum búin að ákveða að fara suðureftir seinnipartinn á morgun og láta bjóða okkur í mat annað kvöld, svo verðum við bara á spjallinu þar til tíminn kemur að sækja prinsessurnar mínar. Þá verur nú lífið aftur venjulegt og það er GOTT. 

Wednesday, August 13, 2008

Nú er þetta að verða búið

Jæja nú er ég að prenta út ritgerðina og búin að tala við prentarann, henn er að gera forsíðuna fyrir mig og svo ætlar hann að binda ritgerðina inn fyrir mig. Jibbý það sem ég verð ánægð. Þetta er voða skrítin tilfinning að vera svona næstum búin með þennan áfanga í lífinu. Fyrst af mínu fólki til að klára háskólapróf, hummmm.... það er sko gaman. 
Jæja en semsagt C kom og þreif hérna hjá okkur í dag, það er alltaf svo gott þegar hún kemur. Hún hefur ekkert komið í sumar og við ekkert heirt í henni, en mamma hennar dó svo að hún fór út í jarðaförina og stoppaði eitthvað hjá fjölskyldunni. En það er allavegana gott að hún er komin aftur. 
M út á enda kom í heimsókn í dag, J er á Reykjalundi að ná sér eftir hjartaaðgerðina í vor og kemur bara heim um helgar. Hún fékk nýlagaða hjónabandsælu og kleinur. Ég var að taka hjónabandsæluna út úr ofninum þegar hún kom, það var nú ágætt því að hún M er svo myndarleg húsmóðir að maður fær alltaf veislu þegar maður kemur til þeirra. 
Í gærkveldi fór ég í handavinnuhúsið að prjóna aðeins með konunum, GG fór á meðan til vinar síns sem var að koma úr aðgerð. ég kom svo heim kl 10 og fór þá á tölvuna og vitir menn þar voru litlu stelpurnar mínar á tölvunni, svo að mamma fékk að sjá þær og tala við þær. 

Tuesday, August 12, 2008

Lokaspretturinn


Ég er búin að vera að skrifa í dag og er á lokasprettinum á ritgerðinni. Ég á semsé að skila henni á föstudag og er nokkuð viss um að þetta verður ekkert mál. Á morgun fer ég til prentarans og læt hann prenta út forsíðunni og svo geri ég restina nema að ég þarf að láta binda hana inn. 
Helgin var nokkuð góð hjá okkur, við fórum á pæjumót (ég var auðvitað boðuð) yeah right. Nei í alvöru þá voru stelpurnar að spila fótbolta og við tókum krakkana hennar B með. Það var voða gaman og amma var alveg á fullu allan daginn og datt svo út af á kvöldin með þeim litlu því að hún var alveg búin. Afi var að hugsa um hinar stelpurnar svo að hann gat lítið hjálpað ömmu. En þau muna þetta örugglega lengi því að þau fengu að sofa í tjaldi. :)
Jæja en nú erum við orðin ein í kotinu og þá er nú gaman. GG er búinn að vera að dunda sér í allan dag úti að mála og ditta að einu og öðru á meðan ég er inni að skrifa ritgerð (sem ég átti auðvitað að vera búin að fyrir löngu). Við fórum svo í bakaríið seinnipartinn og fengum okkur að borða og kíktum til mömmu hans á eftir og stoppuðum lengi hjá henni. Hún var voða ánægð því að dagarnir eru svo lengi að líða og henni leiðist svo þegar við komum ekki til hennar í nokkra daga. Lífið hjá henni gengur bara út á að sjá GG og okkur hin. Svona er að vera orðin 92 ára gömul. 
Nú er nóg komið í dag
 

Sunday, August 3, 2008

Í dag er ég búin að mála eldhúsgluggann og hurðina í eldhúsinu líka.  GG er búinn að vera úti í allan dag að slípa og pússa og mála vélsleðakerruna sína, nú er hann stopp því að honum vantar málingu. þetta eru búnir að vera mjög góðir dagar, mikið unnist af því sem við ætluðum að gara í sumarfríinu okkar.
B hringdi í mig í dag og bað mig um að fara yfir ritgerð hjá sér i kvöld. Henni gengur svo vel í þessum fögum sem hún er í og ég veit að henni á eftir að ganga vel í skólanum í vetur, hún er svo dugleg og samviskusöm. 
Ég talaði við H í gær, strákarnir eru að koma í dag heim frá Sharla, svo að nú verður aldeilis gaman hjá þeim. 
A og K eru að koma heim eftir 12 daga.... húrra. Ég er alveg tilbúin að fá litlu börnin mín heim aftur, þetta er búið að vera langt sumar, en vonandi er þetta nú síðasta sumarið. 

Saturday, August 2, 2008

Komin heim og voða dugleg!

Jæja nú erum við hætt að ferðast í bili og ætlum að reina að gera eitthvað hérna heima. Í dag máluðum við pallinn og ég kláraði að skrifa ritgerðina mína. 
Ég vaknaði kl átta í morgun og fór í Borgarnesskóla að taka myndir fyrir verkefnið mitt. Svo var nú bara setið við skriftir og hætti ekki fyrr en ég var búin.  Þá fór ég nú út og hjálpaði þeim að klára pallinn, til þess að ég gæti nú sagt að ég hafi hjálpað til. ;) 
Í kvöld ætlum við að fara í Skorradalinn þar sem Vignir og Inga eru með hjólhýsið sitt og sjá hvernig aðstæður eru. Það hefði nú verið gaman að fara með tjaldvagninn með og vera þarna yfir nótt. 
Ég var ekki búin að klára bloggið um ferðina okkar góðu svo að ég ætla að setjast niður einn daginn og klára. Svo erum við búin að fara í aðra ferð sem ég á alveg eftir að segja frá. Geri það einn daginn líka. 
Related Posts with Thumbnails