Tuesday, March 26, 2013

Buddu kvöld

 

 

 

 

 

Góðan dag

Í gærkveldi komum við vinkonurnar saman að sauma niður í búð. Þær voru að sauma buddur sem að ég kunni að gera og var því að leiðbeina þeim aðeins. Þær gerðu tvær buddur hvor og voru voða ánægðar með útkomuna. Ég hafði saumað svoleiðis áður og þær eru þarna á myndunum líka. Á meðan var ég að sauma teppi sem er kallað "trip around the world". Ég var búin að gera eina í afganga bútum eins og þetta teppi á í rauninni að vera en fanst það ekki flott og heldur ekki betri helmingnum, svo að ég prófaði að sauma í mínum litum og líkaði okkur þá betur við þetta. Í gær gerði ég svo fimm blokkir í viðbót og ég held persónulega að þetta verði voða mikið ég. Ég reyndi að taka mynd eftir að ég byrjaði að skrifa þetta Blogg en get þá ekki sett hana inn svo að ég held að ég geri það bara næst.

Borðtuskurnar hjá mér eru ekki allar svona fínar, en þessi var gerð úr afgöngum og oft eru þær prufustykki í leiðinni. Ég held að ég hafi verið að gera stjörnuhekl þarna. Allar mínar borðtuskur eru og hafa verið í mööörg ár prjónaðar og heklaðar. Ég fór að gera þetta fyrir mörgum árum og get ekki og líkar ekki við keyptar tuskur. Það hafa allir sína sérvisku. ;)

Heklaða teppið gengur vel en nú er ég að verða leið á því svo að það gæti farið að verða búið. Í upphafi var ég að hugsa um stórt teppi fyrir okkur en núna er það komið í góða barnastærð svo að ég gæti bara heklað kant utan um það og verið búin. En þá kemur upp í hugann að ég gæti líka sett það inn í skáp og hvílt mig aðeins á því og tekið það út seinna og gert það eins stórt og ég verð í stuði fyrir þá stundina. Þetta er það góða við að gera heklaða búta maður ræður ferðinni. ;)

Bestu kveðjur úr Borgarnesi

 

3 comments:

Handmade and off-centered said...

Vá hvað þið voru duglegar í gær. Æðislegar buddurnar. Þú ert altaf svo dugleg og það er virkilega gaman að fá að fylgjast með þessu hérna inn á :)

Knús,
Birgitta

HandavinnuFríða said...

Glæsilegt hjá þér, elska snyrtibuddur, en það kemur á óvart að þín er blá, en ekki bleik

Helga said...

Rosalega er þetta allt flott hjá þér, eins og alltaf :) Vildi að ég væri nær og gæti verið með í þessu :)

Related Posts with Thumbnails