Sunday, February 24, 2013

Helgar afrekið



Nú er ég búin að vera að gera eitt og annað. Ég fór til Reykjavíkur á fimmtudaginn og að sjálfsögðu fórum við í garnbúð. Í þetta sinn var það garnbúðin Gauja í mjóddinni sem varð fyrir valinu. Þar var svona eitt og annað sem var gaman að skoða og þar á meðal nælon garn í töskur. Ég keypti eina dokku til að prófa hvað ég kæmist langt með hana og komst að því að sennilega þarf tvær dokkur í góða tösku. Ein dokka kostar rúmar 1800 kr svo að ef að ég ætlaði að gera mér búðatösku á tæpar 4000 kr þá geri ég ekki mikið fleiri en eina og verð lengi að borga hana upp. En það var gaman að gera þessa tösku og ég var rétt um það bil einn og hálfan tíma að hekla hana.

Svo er það nú annað, ég er að gera púða sem að ég sá á einhverju blogginu. Hann er svo flottur og litirnir eru æði, þrír bleikir litir og hvítt í kringum blómin. Vandamálið er að ég sá þetta sett saman með ljósum turkis lit og það var svo flott á myndinni en þegar að ég er búin að gera þetta eins og ég vildi þá finnst mér hann kanski svolítið of skrautlegur. Ég veit ekki og ætla að horfa á þetta þangað til að ég kemst að einhverri niðurstöðu. Myndirnar eru svo dökkar af því að ég tók þær í kvöld á ipadinn minn, og það minnir mig á að segja ykkur að ég er að læra að blogga á hann svo að þetta er kanski svolítið skrítið Blogg.

Bestu kveðjur
Edda Soffía





5 comments:

Helga said...

Þessi taska er æði!!! Ég er ekki neitt rosalega hrifinn af turkís litnum á púðanum...hann tekur svoldið frá fallegu bleiku litonum :/ Hlakka til að sjá hvernig þetta kemur allt út!

Handmade and off-centered said...

Ég elska þessa tösku! En rosalega er þetta dýr búðartaska ;)Púðinn er æðislegur og ég er bara enþá hrifin af turkís litnum. Já hann er skrautlegur en er það ekki bara allt í lagi?

XOXO
Birgitta

Berglind said...

Afköstin í þér!! :)
Flott taska og æðislegar heklaðar dúllur - vona að þú þurfir ekki að horfa of lengi :)
kv. Berglind

Hellen Sigurbjörg said...

Taskan og dúllurnar flottar, en sammála þér, þetta er ansi dýr innkaupataska. En varðandi það að blogga á iPadinn, ég hlóð niður forriti sem heitir Blogsy, og það er mjög flott þegar maður er búin að læra á það. Það fylgja mörg leiðbeiningavídeó með. Ég nota það eingöngu.
Kær kveðja, Hellen

HandavinnuFríða said...

Hæhæ eg var einmitt að skoða þessi nælonkefli og datt í hug einmitt innkaupanet eins og í den, og var búin að finna munstur af því, en fannst keflið heldur dýrt eons og þú segir maður þarf að kaupa 2.

Kveðja Fríða Ág
Www.handavinnufrida.blogspot.com

Related Posts with Thumbnails