Sunday, January 27, 2013

Gabriel orðinn 1 árs

Hæ, nú er komið næstum því ár síðan ég bloggaði hér síðast. Prinsinn hennar ömmu sinnar er orðinn 1 árs gamall fallegur lítill engill sem vaknaði í morgun og kom öllum á óvart á afmælinu sínu með 4 nýjum tönnum.
Annars er ég stödd í Virginia Beach hjá dóttur minni og barnabörnum í góðu yfirlæti. Við Helga mín erum búnar að versla eins og óðar. Helga var að kaupa gamlan stól og við erum að fara að yfirdekkja hann. Hún keypti voða flott ljóst röndótt efni og líka gæruefni til að setja á sessuna. Ég set mynd eftir að við erum búnar með stólinn.
Annað sem ég er að gera er lopapeysa á mig í hvítu með ljós bleikum röndum á stroffinu. Hún gæti verið búin en ég er að bulla uppskriftina svo að þá tekur þetta svolítið lengri tíma en venjulega.



1 comment:

Handmade and off-centered said...

Fallegi littli prinsinn minn :)

Það hefur verið nóg að gera hjá þér hjá Helgu. Púðinn er svo fallegur og passar vel heima hjá henni.

Væri gaman að sjá löberinn full kláraðan, náðiru að taka myndir af honum áður en þú fórst?

xoxo
Birgitta

Related Posts with Thumbnails